Erlent

Styttist í endalok valdaklíkunar í Kreml

Gary Kasparov fyrir miðju.
Gary Kasparov fyrir miðju.

Gary Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, telur styttast í endalok og fall valdaklíkunnar í Kreml sem leidd sé af Vlaidimar Pútín forsætisráðherra landsins.

,,Við ætlum ekki að taka þátt í þessu falska stjórnmálakerfi," sagði Kasparov við blaðamenn í Moskvu fyrr í dag. ,,Við ætlum að bjóða upp á annan og nýjan möguleika." Um helgina hafa fulltrúar frá nokkrum stjórnarandstöðuflokkum fundað um stofnun nýs kosningabandalags í næsta mánuði. Hingað til hefur stjórnarandstöðunni gengið illa að sameina krafta sína gegn ríkjandi meirihluta.

Heimsmeistarinn fyrrverandi spáir því að erfiðleikar rússneska fjármálakerfisins muni kalla fram mikil og sterk viðbrögð hjá almenningi og orsaka fjöldamótmæli sem muni styrkja stjórnarandstöðuna. Hann telur að fólk muni fjölmenna út á götur til að mótmæla Pútín og stefnu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×