Innlent

Þjóðverjar lána Íslendingum 50 milljarða vegna Kaupþings

Þjóðverjar munu lána Íslendingum 306 milljónir evra, jafnvirði um 50 milljarða króna, til þess að tryggja innistæðueigendum hjá Kaupthing Edge í Þýskalandi fjármuni sína. Þeir hafa verið fastir inni í Kaupþingi eftir yfirtöku íslenska ríkisins á bankanum.

Haft er eftir Peer Steinbrück, fjármálaráðherra Þýskalands, í þýska miðlinum Tagesspiegel, að innistæðueigendur hjá Kaupthing Edge fái fjármuni sína greidda að fullu.

 

 

Bent er á að Bretland, Holland og Þýskaland hafi í liðinni viku sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram kom að þau myndu lána íslenskum stjórnvöldum fyrir innistæðum fólks í útibúum íslensku bankanna erlendis. Nemur þessi upphæð um 5-6 milljörðum dollara, á bilinu 700-840 milljarðar króna miðað við gengi Seðlabankan Íslands.

 

 

Breska fjármálaráðuneytið sagði í síðustu viku að Bretar myndu lána Íslendingum 2,2 milljónir punda, vel á fimm hundrað milljarða, vegna innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans. Þá segir í frétt Guardian af málinu að Hollendingar vinni að því að lána Íslendingum 1,2 milljarða evra, um 210 milljarða króna, vegna Icesave-reikninga þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×