Innlent

Segja neysluvenjur hafa breyst í kreppuni

Íslendingar hafa breytt neysluvenjum sínum í kreppunni. Íslenskar vörur eru vinsælli en áður og gamli mömmumaturinn er aftur kominn í tísku.

Kaupmennirnir í Melabúðinni settu fram íslensk bjúgu í kjötborðið þegar fór að hausta og kólna í veðri - þetta var vel að merkja áður en bankakreppan skall á.

,,Þau fóru mjög hægt af stað en síðan fóru þau að rokseljast," Pétur Guðmundsson kaupmaður. Hann segir að íslenskar vörur séu mun vinsælli en áður. Breytilegt sé eftir dögum hvað sé vinsælast.

,,Þetta gamla góða. Gamli mömmumaturinn."

Og þótt sumir stelist eflaust til að hafa útlenskan Royal búðing í eftirrétt - þá er allt sem íslenskt er í uppáhaldi - enda hafa innfluttar vörur hækkað mjög í verði.

,,Innfluttar vörur hafa hækkað alveg gríðarlega síðan að bankakreppann hófst og mun meira en þær íslensku," segir Friðrik Guðmundsson kaupmaður. Þess vegna leggi Melabúðin áherslu á að flagga þeim íslensku. "










Fleiri fréttir

Sjá meira


×