Innlent

Góðar viðtökur við sparafatasöfnun Rauða krossins

Rauði krossinn hvatti í dag fólk til að kíkja í skápana og finna spariföt sem ekki eru lengur í notkun en gætu öðlast nýtt líf hjá nýjum eigenda.

Söfnunin er eingöngu hugsuð fyrir Íslendinga en safnist of mikið getur verið að aukafatnaðurinn fari í endursölu til útlanda. Viðtökurnar létu ekki á sér standa.

Fataúthlutun fer fram í Rauða kross búðinni að Laugavegi á miðvikudögum milli 10 og 14. Úthlutun á sparifötunum hefst næstkomandi miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×