Innlent

Þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar standi við stóru orðin

Formaður Frjálslynda flokksins segir að farið hafi verið á bakvið fólkið í landinu og Alþingi og því beri að kjósa sem fyrst. Hann og formaður Vinstri grænna segja að við atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina reyni á samvisku þeirra þingmanna og ráðherra Samfylkingarinnar sem styðja að gengið verði til kosninga.

Steingrímur J. Sigfússon segir að það komi í ljós við afgreiðslu vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina, hvort þeir þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar sem kallað hafa eftir kosningum standi við stóru orðin. Hann segir að það væri mjög undarlegt við þessar aðstæður ef ekki kæmi fram vantrauststillaga.

Forsætisráðherra er hins vegar sannfærður um að vantrauststillagan verði felld, enda óráðlegt að boða til kosninga nú sem myndu setja viðbragðsáætlun stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í hættu.

Formaður Frjálslynda flokksins segir óhætt að kjósa fljótlega á næsta ári enda þá búið að samþykkja fjárlög og öll lán frá útlöndum tryggð.

Guðjón segir að stjórnarandstöðuflokkanna ekki hafa verið upplýsta um stöðu mála og fundi sem fram fóru fyrr á árinu. Guðjón segir ríkisstjórnin hafi farið á bak við Alþingi og þjóðina.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×