Innlent

Innrásin í Írak og náið samstarf við Davíð orsök fylgishruns

Steingrímur Hermannsson var formaður Framsóknarflokksins 1979 til 1994.
Steingrímur Hermannsson var formaður Framsóknarflokksins 1979 til 1994.

Stuðningur við innrásina í Írak og náið samstarf við Davíð er orsök fylgishruns og erfiðleika Framsóknarflokksins undanfarin ár, að mati Steingríms Hermannssonar fyrrum formanns flokksins.

,,Stuðningur forystunnar við innrásina í Írak var flokknum erfiður og fór illa í bæði flokksmenn og almenning. Náið samstarf Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar var óvinsælt þar sem flokksmenn töldu sig ekki standa forystu flokksins nógu nærri," segir Steingrímur í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Steingrímur telur að Framsóknarflokkurinn þurfi að hleypa ungu fólki til forystu. Það þurfi róttækar breytingar.

,,Mér finnst atburðir síðustu vikna fyrst og fremst sorglegir, segir Steingrímur sem telur Guðna Ágústsson til vina sinna og fáum treystir hann betur til góðra verka en Guðna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×