Innlent

Eldur í bíl í Hafnarfirði

Eldur kviknaði í mannlausum bíl í nótt þar sem hann stóð fyrir utan atvinnuhús við Rauðhellu í Hafnarfirði. Þegar slökkvilið kom á vettvang var bíllinn alelda og er gjörónýtur. Hvorki bílar né mannvirki í grenndinni voru í hættu. Verið er að rannsaka eldsupptök og er íkveikja ekki útilokuð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×