Innlent

Ekið á mann á Hverfisgötu í nótt

Ekið var á gangandi vegfaranda á Hverfisgötu um klukkan tuttugu mínútur í fjögur í nótt. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild og er talinn lærbrotinn. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifjum eiturlyfja.

Fjölmenni var í miðbæ Akureyrar í gærkvöld og í nótt en þrátt fyrir það gekk allt vel fyrir sig að sögn lögreglu. Eitthvað var þó um smá pústra.

Tveir voru teknir fyrir fíkniakstur á Ísafirði og einn á Patreksfirði.

Þar fyrir utan virðist hafa verið rólegt að gera hjá lögreglu víðsveg um landið í gærkvöldi og í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×