Erlent

Hyggst bjarga og skapa 2,5 milljónir starfa á næstu tveimur árum

MYND/AP

Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst bjarga og búa til 2,5 milljónir starfa á næstum tveimur árum með því að ráðast í endurbætur á skólum og brúm ásamt því að styðja vel við þróun nýrra orkugjafa og umhverfisvænni bíla. Þessum áformum lýsti Obama í vikulegu útvarpsávarpi á vegum Demókrataflokksins í dag.

Obama sagði hér ekki aðeins um skref í efnahagsmálum til að bregðast við yfirstandandi vanda. Hér væri á ferðinni fjárfesting í efnahagslegri framtíð Bandaríkjanna en slíkt hefði verið hunsað í of langan tíma.

Obama tekur við embætti 20. janúar á næsta ári og vonast til að þingið verði fljótt að afgreiða þessa efnahagsáætlun sem gilda á til áramóta 2011. Forsetinn verðandi sagði Bandaríkjamenn horfa fram efnahagskreppu sem ætti varla sinn líka í sögunni og vonaðist hann til að geta unnið með bæði demókrötum og repúblikunum á þingi að lausn vandans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×