Erlent

Skotum hleypt af nærri forsetum Póllands og Georgíu

Lech Kaczynski
Lech Kaczynski

Rússneskir hermenn í varðstöð nærri Suður-Osettíu eru sagðir hafa hleypt af byssum sínum þegar bílalest með forseta Póllands og Georgíu fór um. Þetta hefur AP-fréttastofnan eftir heimildum sínum.

Lech Kaczynski, forseti Póllands, er í opinberi heimsókn í Georgíu hjá starfbróður sínum Mikhail Saakashvili.

Til átaka kom á milli Georgíuhers og rússneska hersins í sjálfsstjórnarhéraðunum Ossettíu og Abkhazía í ágúst. Héruðin höfðu þá barist fyrir sjálfstæði frá Georgíu. Rússneski herinn var gagnrýndur fyrir hörku en stjórnarher Georgíu hörfaði frá svæðinu eftir mikil átök og eru Rússar nú með nokkrar varðstöðvar í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×