Innlent

Ástandið í þjóðfélaginu kallar á vantrauststillögu

Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins.
Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins.

,,Ég tel að full ástæða hafi verið að koma fram með þessa tillögu og láta reyna á hana," segir Valgerður Sverrirsdóttir formaður Framsóknarflokksins um vantrauststillögu formanna stjórnarndstöðuflokkanna sem verður tekin fyrir á Alþingi á morgun.

Tillagan gerir ráð fyrir að Alþingi lýsi yfir vantrausti á ríkisstjórnina og þing verði rofið í seinasta lagi 31. desember og efnt verði til þingkosninga í framhaldinu.

Valgerður bendir á að á 12 ára tímibili þar sem Framsóknarflokkurinn var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum var aldrei lögð fram tillaga um vantraust.

Valgerður segir nokkrar ástæður vera á bak við tillöguna. Ríkisstjórnina skorti traust líkt og fram komi í skoðanakönnunum. Samvinnu og samstarfsvilja skorti á milli stjórnarflokkanna og þá skorti ábyrgðatilfinningu hjá einstökum ráðherrum ríkisstjórnarinnar"

Valgerður segir ástandið í þjóðfélaginu vera engu líkt og að henni detti ekki í hug að kenna ríkisstjórninni eingöngu um það það. ,,Aftur á móti stendur hún frammmi fyrir því að vinna úr þessum erfiðleikum og hafa framtíðarsýn fyrir þjóðina og mig finnst vera mikill skortur á að svo sé."

Vantrauststillagan verður tekin fyrir klukkan 13:30 á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×