Innlent

Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum

Stefán Eiríksson.
Stefán Eiríksson.

Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar.

Haukur Hilmarsson var í vísindaferð með samnemendum sínum í Alþingishúsinu á föstudag þegar hann var handtekinn og látinn hefja afplánun vegna 200 þúsund króna útistandandi sektar sem hann fékk fyrir að mótmæla við álverið á Reyðarfirði árið 2006. Það verður að teljast undarleg tilviljun að Haukur hafi verið handtekinn í Alþingishúsinu því margir hafa haldið því fram, meðal annars alþingismenn, að handtaka Hauks tengist táknrænum mótmælum hans á þaki alþingishússins fyrir tveimur vikum en Haukur dró þá bónusfána að húni.

Haukur, Móðir hans og nokkur hundruð manns sem mótrmæltu handtöku hans fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu telja handtöku hans af pólitískum toga og til þess eins að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í fjöldamótmælum sem skipulögð voru á austuvelli í gær.

Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir þetta ekki rétt. Haukur hafi einfaldlega verið á lista Innheimtumisðtöðvar sekta og sakarkostnaðar á Blöndósi yfir menn sem ekki hefðu svarað boðum um að taka út vararefsingu vegna útistandandi sekta og ætti að handtaka. Eftir að kennsl voru borinn á Hauk í alþingihúsinu á föstudag gat lögregla því ekki annað en fært hann til afplánunnar.

Haukur Hilmarsson sagði við fréttastofu í gær að hann væri í eðli sínu á móti því að greiða sektir eins og þær sem hann fékk fyrir mótmælin á Reyðarfirði. Og ætlaði því að sitja af sér þá fjórtán daga sem hann skuldaði. En hann ákvað þess í stað að þekkjast boð huldumanns sem bauðst til greiða sektina fyrir hann.

Haukur segist eingöngu hafa þegið þetta boð þar sem honum hafi verið tjáð að fólk væri í hættu fyrir utan lögreglustöðina. Þannig fékk Haukur frelsið um klukkan sex í gær við mikinn fögnuð viðstaddra á Hverfisgötu. Huldumaðurinn sem greiddi sektina fyrir Hauk hefur þó ekki gefið sig fram.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×