Erlent

Felldur grunaðan breskan hryðjuverkamann í Pakistan

MYND/AP

Breskur karlmaður, sem grunaður er um að vera höfuðpaurinn á bak við áform hryðjuverkamanna um að sprengja í loft upp flugvélar árið 2006, var felldur í gær í loftárás Bandaríkjamanna á stað í Norður-Waziristan í Pakistan. Frá þessu greinir breska blaðið Telegraph og vitnar til háttsetts heimildarmanns innan ríkisstjórnar Pakistans.

Rashid Rauf ólst upp í Birmingham en var handtekinn í Pakistan árið 2006 vegna gruns um að vera höfuðskipuleggjandi hryðjuverkaárása sem gera átti sama ár. Þá hugðust hryðjuverkamenn koma fyrir sprengjum í flugvélum á leið frá Bretlandi til Bandaríkjamanna og átti sprengiefnið að vera falið í vökva. Þetta varð til þess að reglur um vökva í farþegaflugi voru hertar til muna.

 

 

Rauf flýði úr haldi í fyrra og mun hann hafa haldið sig í bænum Alikhel í Norður-Waziristan þar sem al-Qaida liðar og talibanar ráða lögum og lofum. Hann var hins vegar felldur ásamt nokkrum öðrum í árás ómannaðs loftfars á vegum Bandaríkjastjórnar í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×