Erlent

Valdaránstilraun í Gíneu-Bissá

Jóaó Bernardo Vieira, forseti.
Jóaó Bernardo Vieira, forseti.

Tilraun til valdaráns var gerð í Vestur-Afríkuríkinu Gíneu-Bissá í morgun. Hermenn skutu á heimili forsetans, Jóaó Bernardo Vieira, og kom þá til skotbardaga sem stóð í nokkrar klukkustundir. Tveir lágu í valnum þegar bardaga var lokið. Forsetinn mun hafa sloppið ómeiddur.

Á föstudaginn var tilkynnt að fyrrverandi stjórnarflokkur, sem forsetinn tilheyrði áður, hefði unnið stórsigur í þingkosningum sem haldnar voru fyrir viku.

Stjórnmálskýrendur binda vonir við að ný stjórn taki hart á eiturlyfjahringjum sem hafa notað Gíneu-Bissá sem viðkomustað á flutningaleið sinni frá Suður-Ameríku til Evrópu. Vieira forseti hefur verið sakaður um tengsl við smyglhringi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×