Innlent

Segir breytingar á vinstrivængnum orsaka fylgishrunið

Jón Sigurðsson, fyrrum ráðherra, var formaður Framsóknarflokksins 2006 til 2007.
Jón Sigurðsson, fyrrum ráðherra, var formaður Framsóknarflokksins 2006 til 2007.

Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, telur mun djúpstæðari ástæður liggja á bak við fylgishrun flokksins undanfarin ár heldur en Íraksmálið, einkavæðing bankanna eða fjölmiðlamálið.

,,Framsóknarmenn störfuðu undir forystu Samfylkingarmanna í R-listanum um langt árabil," segir Jón sem var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag.

Á þessum sömu árum hafi orðið endurnýjun á vinstrivæng stjórnmálanna og fram hafi komið flokkar sem töldu sig algjörlega lausir við arf fyrri tíma. Jón segir að séu fylgisbreytingar frá aldamótum til ársins 2004 skoðaðar sjáist að mikill skriður hafi verið á kjósendum á milli flokka á vinstrivæng stjórnmálanna.

,,Þetta bitnar á Framsóknarflokknum. Það hefur trúlega ekki þótt trúðverðugt að vera í ríkisstjórn með sjálfstæðismönnum í landsmálunum en um leið í mikilvægum verkefnum í vinstrasamstarfi Reykjavík."

Jón segir Framsóknarflokkinn fyrst og fremst hafa tapað fylgi í Reykavík og á höfuðborgarsvæðinu.

Framsóknarflokkurinn þarf á nýrri kynslóð að halda í framvarðarsveitina, að mati Jóns. ,,Við sem erum eldri og höfum verið í þessum þurfum að fá nýtt umboða eða víkja til hliðar."

Hægt er að hlusta á Sprengisand hér. Í þættinum ræddi Jón auk þess um Evrópumál, brotthvarf Guðna, þjóðhyggju, stöðu efnahagsmála og Seðlabankann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×