Fleiri fréttir

„Peningafalsarinn" fundinn

Ráðgátan um Davíðsseðilinn er upplýst. Eins og greint var frá í morgun komst einhver óprúttinn aðili upp með að greiða fyrir vörur í verslun í Reykjavík með tíu þúsund króna seðli sem skartaði mynd af Davíð Oddssyni Seðlabankastjóra. Seðillinn er vitanlega ekki löggildur enda enginn tíu þúsund króna seðill til enn sem komið er. Uppruna seðilsins má hins vegar rekja til lokaverkefnis í Listaháskóla Íslands í fyrra þegar Óðinn Þór Kjartansson, nemi í grafískri hönnun sýndi tvær fullar töskur af Davíðsseðlum.

Lífsýni í rannsókn vegna meintrar nauðgunar

Lögregla hefur tekið lífsýni úr fjórum mönnum og 17 ára stúlku vegna rannsóknar á því hvort mennirnir hafi nauðgað stúlkunni. Engin játning liggur fyrir í málinu.

Nagladekk kosta borgina 300 milljónir á ári

Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna notkunar nagladekkja er sennilega um 300 milljónir króna á ári. Ef engin bifreið á götum borgarinnar væri búin nagladekkjum gæti Reykjavíkurborg sennilega sparað um það bil 300 milljónir króna árlega.

Rannsaka enn margra milljarða millifærslur frá Kaupþingi

Skilanefnd Kaupþings hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ekkert liggi fyrir um að fjármunum hafi verið með ólögmætum hætti ráðstafað úr sjóðum bankans eða að peningar hafi verið færðir til landa þar sem erfitt er að komast að því hver reikningseigandinn er, eins og gefið hafi verið til kynna í fréttum Stöðvar 2 og Vísis í gær. Enn sé verið að rannsaka starfsemi bankans.

Skilorðsbundinn dómur fyrir bensínþjófnað

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrri að hafa í tvígang stolið bensíni á bensínstöðvum Olís í Reykjavík á árunum 2006 og 2007.

Dæmd fyrir að svíkja fé út af bankareikningi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í mánaðar óskilorðsbundið fangelsi og konu í jafnlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja 300 þúsund kónur út af reikningi annars manns hjá Kaupþingi.

Rússar koma fyrir eldflaugum í Evrópu

Rússar ætla að koma fyrir eldflaugum í Kaliningrad í mótmælaskyni við áform Bandaríkjamanna um að koma fyrir eldflaugavarnarkerfum í Evrópu. Dmitry Medvedev Rússlandsforseti tilkynnti þetta í dag, og sagði einnig að Rússar myndu rugla væntanlegt eldflaugarvarnarkerfi Bandaríkjamanna rafrænt.

Formaður félagsmálanefndar gagnrýnir nýju bankana

,,Ég hef verið óánægður með bankana vegna þess að mér hefur fundist það taka alltof langan tíma að samræma reglur á milli þeirra og tryggja það að fólk viti hvað er framundan í sambandi við íbúðalánin," segir Guðbjartur Hannesson formaður félags- og tryggingamálanefndar Alþingis.

Kjör Obama opnar ný tækifæri fyrir Íslendinga

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir kjör Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna hafa táknræna þýðingu og breyta ásýnd Bandaríkjanna bæði innanlands og utan. „Það felur í sér nýtt tækifæri fyrir Bandaríkin til að verða forysturíki á sviði lýðræðis og friðar í heiminum," segir utanríkisráðherra í yfirlýsingu vegna bandarísku forsetakosninganna.

Fögnuðu nýjum húsbónda við Hvíta húsið

Það var víðar en í Chicago, heimborg Baracks Obama, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, sem sigri hans var fagnað. Þannig komu um þúsund manns saman við framtíðarheimili Obama, Hvíta húsið í Washington, og fögnuðu með því að hrópa nafn Obama. Segjast öryggisverðir við Hvíta húsið aldrei hafa séð annan eins fögnuð.

Vöruskipti hagstæð annan mánuðinn í röð

Vöruskipti við útlönd í nýliðnum október voru hagstæð um nærri ellefu milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vöruskiptin eru hagstæð en í september voru þau hagstæð um nærri átta milljarða.

Biden: Verð ekki eins og Cheney

Joe Biden, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, lýsir Dick Cheney, núverandi varaforseta sem hættulegast varaforseta Bandaríkjasögunnar vegna mikilla áhrifa hans á stefnu Bush.

Barist í Belfast eftir knattspyrnuleik

Óeirðir brutust út á fótboltaleik í austurhluta írsku borgarinnar Belfast eftir að leikmaður annars liðsins varð fyrir flugeldi sem skotið var á loft af aðdáendum hins liðsins.

Handtekinn fyrir innbrot í bíla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók i nótt karlmann sem er grunaður um að hafa brotist inn í að minnsta kosti tvo bíla við Leifsgötu og stolið úr þeim verðmætum.

Björgunarsveit kölluð til Hnífsdals

Bálhvasst var í Hnífsdal í nótt og um klukkan fjögur var björgunarsveitin á Ísafirði kölluð út. Þá höfðu lausamunir fokið á félagsheimilið og brotið þar tvær rúður og feykt upp hurðum.

Ók á bíla, tré og staur

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Skipagötu á Akureyri í nótt með víðtækum afleiðingum.

Sigri Obama fagnað í Kenía með frídegi

Stjórnvöld í Kenía hafa lýst yfir almennum frídegi þar í landi eftir sigur Baracks Obama í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nótt. Obama á ættir sínar að rekja þangað því faðir hans, Barack Obama eldri, er fæddur þar. Hann lest hins vegar í bílslysi árið 1982.

Obama: Breytingar hafa knúið dyra

,,Breytingar hafa knúið dyra hjá Bandaríkjamönnum," sagði Barack Obama eftir að ljóst varð að hann yrði 44. forseti Bandaríkjanna með því leggja John Mcain, frambjóðanda repúblikana, að velli í kosningum. Þær marka tímamót því Obama er fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna embættinu.

Ósigurinn er minn – ekki ykkar

John McCain hélt ræðu fyrir stundu þar sem hann viðurkenndi ósigur sinn og óskaði Barack Obama til hamingju með sigurinn. Hann talaði vel um Barack Obama, stuðningsmenn sína, fjölskyldu og ekki síst Söruh Palin varaforsetaefni sitt. Stuðningsmenn McCain voru ekki sammála frambjóðandanum og púuðu á ræðu hans.

Bush óskaði Obama til hamingju

George W. Bush, fráfarandi Bandaríkjaforseti hringdi fyrir stundu í Barack Obama og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Hvíta húsið tilkynnti um þetta fyrir stundu. Lyklaskiptin í forsetabústaðnum fara þó ekki alveg strax fram en Bush mun láta af embætti í janúar á næsta ári, þegar Barack Obama tekur við sem 44. forseti Bandaríkjanna.

Barack Obama verður næsti forseti Bandaríkjanna

John McCain hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Áður höfðu fréttastöðvarnar CBS og CNN lýst yfir sigri Barack Obama. Barack Obama er því fyrsti blökkumaðurinn til þess að verða forseti landsins.

Kraftaverk þarf til þess að McCain sigri

Sérfræðingar CBS sjónvarpsstöðvarinnar segja nær ómögulegt fyrir John McCain að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Obama er nú þegar kominn með 206 kjörmenn en 270 kjörmenn þarf til þess að tryggja sér sigurinn.

Obama hefur tekið tvö af þremur lykilríkjunum

Barack Obama hefur nú tekið tvö af þremur lykilríkjum í kosningabaráttunni. Hann hefur haft betur í Pennsylvaníu og Ohio sem eru tvö af þessum ríkjum og því má telja stöðu hans nokkuð vænlega.

Lengstu kosningabaráttu Bandaríkjanna lokið

Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama var í gær kjörinn 44. forseti Bandaríkjanna. Það var laust eftir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma sem John McCain viðurkenndi ósigur sinn

Demókratar komnir með 4 þingsæti

Demókratar hafa unnið öldungadeildarsæti af repúblikönum í fjórum ríkjum. Þau eru New Hampshire, Norður Karólína, Virginía og Nýja Mexíkó.

Fyrstu kjörstaðir loka á miðnætti

Fyrstu kjörstaðir í Bandaríkjunum loka á miðnætti að íslenskum tíma og búist er við því að fyrstu útgönguspár birtist fljótlega eftir það. Í mörgum lykilríkjum hefur verið metkjörsókn og búist er við því að 130 milljónir Bandaríkjamenn kjósi.

Sjá næstu 50 fréttir