Erlent

Barack Obama verður næsti forseti Bandaríkjanna

Barack Obama.
Barack Obama.
John McCain hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Áður höfðu fréttastöðvarnar CBS og CNN lýst yfir sigri Barack Obama.Barack Obama er því fyrsti blökkumaðurinn til þess að verða forseti landsins.

Obama er kominn með 323 kjörmenn en 270 kjörmenn þarf til þess að sigra. Hann tryggði sér sigurinn með sigri í Kaliforníu og í Flórída fyrir nokkrum mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×