Erlent

Biden: Verð ekki eins og Cheney

Obama og Biden fagna hér kosningasigrinum í Chicago ásamt eiginkonum sínum, Michelle og Jill.
Obama og Biden fagna hér kosningasigrinum í Chicago ásamt eiginkonum sínum, Michelle og Jill. MYND/AP

Joe Biden, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, lýsir Dick Cheney, núverandi varaforseta, sem hættulegasta varaforseta Bandaríkjasögunnar vegna mikilla áhrifa hans á stefnu Bush.

Sjálfur segir Biden að hans hlutverk verði mun minna en engu að síður verði hann rágjafi Baracks Obama í mikilvægum málum. Obama marki stefnuna og taki ákvarðanirnar og Biden segist muni gefa Obama álit sitt á þeim.

Hluverk varaforsetans samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna er fyrst og fremst að vera staðgengill forseta og fara fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Hann hefur þó aðeins atkvæðisrétt í málum þar sem atkvæði hafa fallið jöfn. Cheney hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa farið út fyrir þetta svið og er hann af mörgum talinn hugmyndafræðingurinn á bak við innrásina í Írak og harðneskjulegar yfirheyrsluaðferðir bandaríska hersins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×