Erlent

Barist í Belfast eftir knattspyrnuleik

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Conor Hagan liggur hér eftir skotið. Hann slasaðist þó ekki en var nokkuð brugðið.
Conor Hagan liggur hér eftir skotið. Hann slasaðist þó ekki en var nokkuð brugðið. MYND/BBC

Óeirðir brutust út á fótboltaleik í austurhluta írsku borgarinnar Belfast eftir að leikmaður annars liðsins varð fyrir flugeldi sem skotið var á loft af aðdáendum hins liðsins.

Múrsteinum var grýtt á götum úti og lögregla þurfti að kalla á vettvang fjölmennt lið óeirðalögreglumanna til að hafa stjórn á mannfjöldanum. Ekki bætti úr skák að það var einmitt leikmaður liðsins sem tapaði leiknum sem varð fyrir flugeldinum. Hann sakaði þó ekki en loka þurfti götum á stóru svæði á meðan lögregla náði stjórn á aðstæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×