Innlent

Vegagerðin stöðvar útboð á verkum

Hreinn Haraldsson er vegamálastjóri.
Hreinn Haraldsson er vegamálastjóri.

Vegagerðin hefur stöðvað öll frekari verkútboð og afturkallað þau útboð, sem þegar voru komin í auglýsingu.

Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er þetta gert vegna fyrirmæla fjármálaráðuneytis um að ekki skuli stofnað til nýrra fjárskuldbindinga fyrr en áætlanir um ríkisfjármál hafa verið endurskoðaðar.

Þetta þýðir að tvö malbiksverk, sem komin voru í útboðsferli, stöðvast; annars vegar lagning sjö kílómetra slitlags á Keldnaveg á Rangárvöllum og hins vegar lagning fimm kílómetra slitlags á veginn milli Egilsstaða og Borgarfjarðar á Úthéraði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×