Erlent

Þýskum almenningi og minni fyrirtækjum veitt aðstoð vegna kreppunnar

MYND/AP

Þýska ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja til 50 milljarða evra, jafnvirði um 8100 milljarða króna, til þess að draga úr áhrifum fjármálakreppunnar í landinu.

Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum innan stjórnarinnar. Fjármunirnir eru ætlaðir til þess að aðstoða hinn almenna borgara í þeim erfiðleikum sem hann stendur frammi fyrir vegna kreppunnar og sömuleiðis til að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki. Með þessu er vonast til að hægt verði að komast hjá því að um ein milljón manna verði atvinnulaus.

Áður höfðu þýsk stjórnvöld samþykkt að leggja fram 500 milljarða evra, um 81 þúsund milljarða króna, til þess að bjarga fjármálakerfi landsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×