Lengstu kosningabaráttu Bandaríkjanna lokið Atli Steinn Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2008 07:17 MYND/AP Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama var í gær kjörinn 44. forseti Bandaríkjanna. Það var laust eftir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma sem John McCain viðurkenndi ósigur sinn en Obama var þá kominn með 323 kjörmenn á bak við sig og nýbúinn að tryggja sér sigurinn í Kaliforníu og Flórída. Til sigurs þarf forsetaefni 270 kjörmenn. George Bush forseti hringdi í Obama og óskaði honum til hamingju með sigurinn þegar ljóst var orðið hvert stefndi. Sagði Bush arftaka sínum að hann væri um það bil að hefja stórfenglegustu ferð lífs síns og bauð honum til heimsóknar í Hvíta húsið svo fljótt sem verða mætti. Þegar upp var staðið vann Obama 338 kjörmenn en McCain 157. Um 51 prósent greiddra atkvæða féll Obama í skaut en McCain hlaut 48 prósent. Kjörsókn var góð á bandarískan mælikvarða og er talið að 130 milljónir manna hafi neytt atkvæðisréttar síns. Obama sver embættiseið í janúar og bíða hans þá hörð átök við efnahagsmálin. Langur vegur og brattur Hann sagði langan veg og brattan liggja fram undan. Óvíst væri að takmarkið næðist á einu ári eða einu kjörtímabili en hann þættist þess þó fullviss að það næðist og Bandaríkjamenn sem þjóð myndu að lokum ná því sem að væri stefnt. Talið er að um 125.000 manns hafi verið saman komin í Grant Park í Chicago til að hlusta á sigurræðu Obama. Hann sagðist hlakka til samstarfsins við fyrrum mótherja sína, McCain og hina kanadísku Söru Palin en McCain hvatti alla Bandaríkjamenn til að fylkja sér um hinn nýja forseta þjóðarinnar. Mikil fagnaðarlæti voru við Hvíta húsið í Washington og ekki síður á götum Chicago, heimaborgar Obama. Auk kröftugra umbóta í efnahagsmálum hefur Obama lofað skattalækkunum og stórbættu heilbrigðiskerfi auk þess sem hann hyggst kalla bandaríska hermenn heim frá Írak. Með sigri Obama í nótt lauk lengsta framboðsslag forsetaefna í sögu Bandaríkjanna en kosningabaráttan stóð í alls 21 mánuð. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama var í gær kjörinn 44. forseti Bandaríkjanna. Það var laust eftir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma sem John McCain viðurkenndi ósigur sinn en Obama var þá kominn með 323 kjörmenn á bak við sig og nýbúinn að tryggja sér sigurinn í Kaliforníu og Flórída. Til sigurs þarf forsetaefni 270 kjörmenn. George Bush forseti hringdi í Obama og óskaði honum til hamingju með sigurinn þegar ljóst var orðið hvert stefndi. Sagði Bush arftaka sínum að hann væri um það bil að hefja stórfenglegustu ferð lífs síns og bauð honum til heimsóknar í Hvíta húsið svo fljótt sem verða mætti. Þegar upp var staðið vann Obama 338 kjörmenn en McCain 157. Um 51 prósent greiddra atkvæða féll Obama í skaut en McCain hlaut 48 prósent. Kjörsókn var góð á bandarískan mælikvarða og er talið að 130 milljónir manna hafi neytt atkvæðisréttar síns. Obama sver embættiseið í janúar og bíða hans þá hörð átök við efnahagsmálin. Langur vegur og brattur Hann sagði langan veg og brattan liggja fram undan. Óvíst væri að takmarkið næðist á einu ári eða einu kjörtímabili en hann þættist þess þó fullviss að það næðist og Bandaríkjamenn sem þjóð myndu að lokum ná því sem að væri stefnt. Talið er að um 125.000 manns hafi verið saman komin í Grant Park í Chicago til að hlusta á sigurræðu Obama. Hann sagðist hlakka til samstarfsins við fyrrum mótherja sína, McCain og hina kanadísku Söru Palin en McCain hvatti alla Bandaríkjamenn til að fylkja sér um hinn nýja forseta þjóðarinnar. Mikil fagnaðarlæti voru við Hvíta húsið í Washington og ekki síður á götum Chicago, heimaborgar Obama. Auk kröftugra umbóta í efnahagsmálum hefur Obama lofað skattalækkunum og stórbættu heilbrigðiskerfi auk þess sem hann hyggst kalla bandaríska hermenn heim frá Írak. Með sigri Obama í nótt lauk lengsta framboðsslag forsetaefna í sögu Bandaríkjanna en kosningabaráttan stóð í alls 21 mánuð.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira