Fleiri fréttir

Mótmæli við Miklubraut - myndband

Mótmælaborðar voru hengdir upp á göngubrú yfir Miklubraut í gærmorgun. Þar voru ökumenn hvattir til þess að flauta ef þeir vildu ekki að börnin myndu borga. Einnig voru þeir hvattir til þess að flauta ef þeir vildu sjá nýja seðlabankastjórn.

Erlendir sérfræðingar nauðsynlegir í rannsókn á bankahruni

Bogi Nilsson fyrrverandi ríkissaksóknari segir ákæruvaldið ekki hafa á að skipa starfsmönnum sem geta innt af hendi þá sérfræðilegu athugun sem nauðsynlega þarf til þess að skoða aðdragandann að bankahruninu. Hann segir nauðsynlegt að erlendir sérfræðingar komi að málum. Bogi var skipaður af Valtý Sigurðssyni núverandi ríkissaksóknara til þess að stjórna skýrslugerð um hrun bankanna þriggja. Bogi hefur nú ákveðið að hætta við að stýra því verkefni þar sem hann telur sig ekki lengur njóta nægilegs almenns trausts til að sinna því. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Bogi sendi frá sér í kvöld.

Sögulegt sama hvernig fer

Langar biðraðir hafa verið við kjörstaði í Bandaríkjunum í dag. Búist er við að met verði sett í kjörsókn um hvort blökkumaður verði í fyrsta skipti kjörinn forseti landsins.

64 hópuppsagnir í október

Í októbermánuði bárust Vinnumálastofnun 64 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp samtals um 2.950 manns. Um 46% tilkynninganna voru vegna starfsmanna í mannvirkjagerð. Uppsagnir í fjármálastarfsemi, þar sem uppsagnir Landsbanka, Glitnis og Kaupþings vega þyngst, eru um 20% af tilkynningunum. Tæp 14% uppsagnanna koma úr verslunargeiranum og um 11% úr iðnaði, í flestum tilvikum tengdur mannvirkjagerð. Um 4% uppsagna er í sérfræðistarfsemi og útgáfustarfsemi og tæp 4% uppsagnanna eru úr flutningastarfsemi þar sem póstdreifing vegur þyngst. Loks voru 1% uppsagna úr ýmiskonar þjónustu.

Jarðskjálfti upp á 4,3 yst á Reykjanesskaga

Jarðskjálfti varð fyrir skömmu tæpa fjóra kílómetra vestur af Grindavík, yst á Reykjanesskaga. Skjálftinn mældist 4,3 samkvæmt fyrstu mælingum og fannst vel í Reykjanesbæ.

Róbert: Fyrirferð RÚV á aulýsingamarkaði veikir lýðræðið

Róbert Marshall, varaþingmaður Samfylkingarinnar segir að fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði valdi samþjöppun einkarekinna miðla og veiki lýðræðið. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þar sem rætt var um stöðuna á fjölmiðlamarkaði. Róbert fullyrti í sömu ræðu að forstjóri 365 miðla vilji ákveða sjálfur hverjir vinni á fréttastofu og á Fréttablaðinu. Ari Edwald, forstjóri 365, segir slíkt ekki viðhaft hjá 365. Þar hafi stjórnendur sjálfræði um sitt mannahald.

Sullenberger sendir frá sér Sterling-myndbönd

Jón Gerald Sullenberger sendir fjölmiðlum tvö ný myndbönd um Sterling. Í skeyti sem fylgir með myndböndunum talar Jón Gerald um Sterling bullið sem hann segir mesta „kjaftæðis-bull íslenskrar viðskiptasögu“.

Þrír karlmenn í haldi vegna nauðgunar í heimahúsi

Þrír karlmenn voru handteknir í morgun í tengslum við nauðgun á 17 ára gamalli stúlku í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Björgvin Björgvinsson yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir að mennirnir verði yfirheyrðir í kvöld en búið er að leggja fram kæru á hendur þeim.

Frumvarp um aðgerðir gegn atvinnuleysi lagt fram

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og trygginarmálaráðherra hefur formlega lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðarsjóð launa.

Meirihluti þingflokks Framsóknar vill ESB-viðræður

Meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins vill að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið. Guðni Ágústsson, formaður flokksins, og Bjarni Harðarson eru í minnihluta í þingflokknum.

Obama búinn að kjósa

Barack Obama og Michelle eiginkona hans greiddu atkvæði í Shoesmith-grunnskólanum í Chicago fyrr í dag. Þangað mætti Obama með fjölskyldu sinni. Hjónin tóku sér rúmlega 20 mínútur til að fara greiða atkvæði en samhliða forsetakosningnunum fara kosningar um fjölmörg mál.

Geir: Icesave-hneykslið má aldrei koma fyrir aftur

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að koma verði í veg fyrir að Icesave-hneykslið, eins og hann orðar það, geti nokkurn tíma komið upp aftur. Þetta sagði ráðherrann í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Man ekki til þess að Brown hafi lagt til að Íslendingar leituðu til IMF

Geir H. Haarde forsætisráðherra rekur ekki minni til að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hafi á fundi þeirra í apríl lagt til að Íslendingar leituðu þá ásjár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna erfiðleika fjármálakerfisins. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Jóns Magnússonar, þingflokksformanns Frjálslynda flokksins, á Alþingi í dag.

Rætt um Rauðsól á Alþingi

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hóf umræðu utan dagskrár í dag um stöðu fjölmiðla á landinu í ljósi frétta af kaupum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á fjölmiðlahluta 365. Hann spurði hvort að um brunaútsölu væri að ræða og hvort rétt sé að það sé ríkisbankinn Landsbankinn sem standi á bak við kaupin. Guðni spurði hvort ekki væri réttara að skipta fjölmiðlunum upp og selja.

Segja Reykjavík á krossgötum og vilja sókn

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til í borgarstjórn í dag að Reykjavíkurborg efni til samvinnu og samráðs við mótun nýrrar atvinnustefnu og stuðning við sóknarfæri Reykjavíkur til framtíðar. Tillöguan ber yfirskriftina Reykjavík á krossgötum.

Umferðarslysum fækkar í Kópavogi

Umferðaróhöppum þar sem slys hafa orðið á fólki hefur fækkað nokkuð í Kópavogi það sem af er árinu. Fyrstu átta mánuði ársins voru 38 slys af þessu tagi skráð hjá lögreglu en á sama tímabili árið 2007 voru þau 45.

Valgerður kjörin í bankaráð Seðlabankans í stað Ingibjargar

Valgerður Bjarnadóttir, viðskiptafræðingur og varaþingmaður Samfylkingarinnar, var fyrir stundu kjörin af Alþingi í bankaráð Seðlabankans í stað Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hagfræðings, sem sagði sig úr stjórn bankans 9. október.

Íbúar í Obama halda með Barack

Íbúar fiskibæjarins Obama í Japan undurbúa nú heljarinnar veislu og kosningavöku til að fylgjast með gengi nafna síns í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Um 50 bæjarbúar í stuttermabolum með áletruninni „Ég elska Obama“ æfðu um helgina húladans til að fagna frambjóðandanum, sem fæddist í Honolulu. Þeir vonast til að hann sigri kosningarnar, og heimsæki bæinn þegar hann er orðinn forseti Bandaríkjanna.

Ragnheiður vill að stjórn FME víki með seðlabankastjórninni

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að stjórn Fjármálaeftirlitsins víki með bankastjórn og bankaráði Seðlabankans. Hún segir að það geti ekki gengið að fyrrverandi pólitíkus sitji sem stjórnarformaður.

Vill að Alþingi hafi forystu um hvítbók

Geir H. Haarde forsætisráðherra vill að Alþingi hafi ákveðna forystu um rannsókn á hruni bankanna og segist munu beita sér fyrir því í samstarfi við þingflokka og forseta Alþingis. Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrirpurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna, á Alþingi í dag.

Juncker vill sjá Obama í forsetastól

Nokkrir af leiðtogum Evrópusambandsríkja lýstu því yfir í dag að þeir vonuðust til að Barack Obama myndi sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í dag.

Nýr Jötunn kominn til Faxaflóahafna

Jötunn, nýr lóðs- og dráttarbátur Faxaflóahafna sigldi inn í Gömlu höfnina í Reykjavík í gær. Nýr Jötunn leysir eldri Jötunn af hólmi, en sá bátur var fyrir um ári síðan seldur til Þorlákshafnar.

,,Stúdentatíð í kreppuhríð"

,,Það er nauðsynlegt að varpa ljósi á stúdenta og ungt íslenskt fólk í núverandi árferði því margir eru áhyggjufullir," segir Björg Magnúsdóttir formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Segir málflutning Bjarkar villandi

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sakar Björk Guðmundsdóttur um villandi málflutning í grein sem hann ritar í breska blaðið Times.

Tengsl milli táningaþungana og sjónvarpsgláps

Unglingsstúlkur sem horfa mikið á sjónvarpsþætti þar sem kynlíf er fyrirferðarmikið eru tvisvar sinnum líklegri til að verða óléttar en stallsystur þeirra. Unglingsdrengir sem horfa mikið á svipað efni eru einnig líklegri en jafnaldrar þeirra til að barna stúlku.

Stjórnin einróma um ráðningu Þorsteins

Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar og starfandi forstjóri REI, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gær þar sem sagt var frá ráðgjafarstörfum Þorsteins Siglaugssonar fyrir REI. Hjörleifur bendir á að Þorsteinn hafi verið ráðinn af stjórn REI og að laun hans hafi verið í fullu samræmi við „það sem tíðkast á ráðgjafamarkaði.“

Matthías skipaður landlæknir tímabundið

Matthías Halldórsson, sem verið hefur aðstoðarlandlæknir síðastliðin 18 ár, hefur tekið tímabundið við embætti landlæknis. 1. nóvember lét Sigurður Guðmundsson af starfi sem landlæknir eftir tíu ár í embætti. Sigurður hefur tekið til starfa forseti nýstofnans heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Þorgerður Katrín: Við erum ekki gjaldþrota

„Við erum ekki gjaldþrota, en við eigum minna heldur en áður og það er bara eins og lífið er," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Hún og Kristján Arason eiginmaður hennar, áttu hlut í Kaupþingi í gegnum félag þeirra, 7 hægri ehf. Þorgerður segir að langt sé síðan að til þessa félags hafi verið stofnað.

Ný bankaráð líkleg í vikunni

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að það verði að líkindum gengið frá því í þessari vikur hverjir muni skipa bankaráð hinna nýju ríkisbanka.

Hugmynd um sölu á dvalarheimili aldraða dæmir sig sjálf

Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna og fulltrúi í framkvæmdaráði, gefur ekki mikið fyrir þá hugmynd að Reykjavíkurborg selji dvalarheimilið Droplaugarstaði. ,,Hugmyndin hlýtur að afgreiða sig sjálf."

Sjá næstu 50 fréttir