Erlent

Danskt herskip stöðvar sjóræningjaskip

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Danska herskipið Absalon.
Danska herskipið Absalon. MYND/Naval-technology.com

Danska herskipið Absalon stöðvaði í gærkvöldi tvö sjóræningjaskip á Adenflóa við hið svokallaða Horn Afríku.

Danski sjóherinn greindi frá þessu. Leitað var um borð í skipunum og fundu dönsku sjóliðarnir þar töluvert af skotvopnum, bæði hríðskotabyssur og sprengjuvörpu. Voru vopnin gerð upptæk og áhafnir sjóræningjaskipanna skráðar áður en þeim var veitt frelsi að nýju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×