Fleiri fréttir

Slasaður hreindýraveiðimaður sóttur

Björgunarsveitarmenn frá Djúpavogi og Höfn komu til byggða á tíunda tímanum í gærkvöldi með slasaðan mann, sem þeir sóttu upp í fimm hundruð metra hæð í Hvalnesskriðum.

Treg síldveiði

Treg veiði hefur verið hjá þeim fáu síldveiðiskipum, sem reynt hafa fyrir sér í Síldarsmugunni á milli Íslands og Noregs að undanförnu.

Flóttafólkið komið til landsins

Palestínsku flóttamennirnir frá Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak kom til Íslands nú laust fyrir miðnætti. Fólkinu verður ekið rakleiðis til nýrra heimkynna þeirra á Akranesi. Í hópnum eru átta konur og 21 barn.

Hinn slasaði enn sofandi í öndunarvél

Líðan mannsins sem fannst meðvitundarlaus með höfuðáverka við Höfðatún í Reykjavík að morgni síðastliðins laugardags hefur ekki breyst að sögn læknis á gjörgæsludeild Landspítalans. Honum er haldið sofandi í öndunarvél.

Pólskur Fritzl handtekinn

Pólskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í þrjá mánuði, grunaður um að hafa misnotað dóttur sína.

Vestmannaeyjar: Líkfundur talinn tengjast sjálfsvígi

Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk í dag tilkynningu um lík í Kaplagjótu í sunnanverðu Dalfjalli. Lögreglan segir að rannsókn á tildrögum málsins standi enn yfir. Við fyrstu sýn virðist sem maðurinn hafi fallið fyrir eigin hendi.

Fórnarlamb hnífsstunguárásar var að verja systur sína

Ungur Pólverji sem stunginn var með hnífi á Mánagötu í gær var að reyna að verja systur sína. Hann óttast að árásarmennirnir vinni sér frekara mein, en segir engin tengsl milli sín og hnífsstungumannsins. Tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins, en tveggja annarra er leitað.

Sakfelldir fyrir að skipuleggja flugvélahryðjuverk

Þrír menn voru í Bretlandi í dag sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um meiri háttar hryðjuverk. Þeir voru ásamt fimm öðrum ákærðir fyrir að hafa ætlað að sprengja sprengjur um borð í flugvélum á leið yfir Atlantshafið.

Einn áfram í haldi vegna Skúlagötumáls

Annar mannanna, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að mannsláti á Skúlagötu, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 15. september.

Í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar

Tveir Pólverjar, sem verið hafa í haldi lögreglunnar vegna gruns um aðild að hnífstunguárás í húsi við Mánagötu í Norðurmýri um hádegisbil í gær, voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á föstudag, eða til 12. ágúst

Kim Yong Il er löngu dauður

Japanskur sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu segir að leiðtogi landsins, Kim Yong Il hafi látist úr sykursýki árið 2003.

Orkuveitan hvetur til þess að gróðurskemmdir verði rannsakaðar

Orkuveita Reykjavíkur hvetur til þess að gróðurskemmdir vestan Reykjafells á Hengilssvæðinu verði rannsakaðar ofan í kjölinn. Mbl.is greindi frá því í morgun að miklar skemmdir hafi orðið á mosa á svæðinu og sérfræðingur frá Náttúrufræðistofnun sagði nær öruggt að um sé að ræða mengun af völdum brennisteinsvetnis. Þetta vill Orkuveitan kanna, „sérstaklega með það fyrir augum að kanna hvort starfsemi Hellisheiðarvirkjunar hafi haft áhrif þarna á," segir í tilkynningu frá OR.

Myrtu dótturina út af skilnaði

Foreldrar sautján ára gamallar pakistanskrar stúlku myrtu hana þegar hún reyndi að skilja við 45 ára gamlan mann sem hún hafði verið gift þegar hún var níu ára gömul.

Enn ekki hægt að ræða við konu vegna meintrar árásar eiginmanns

Lögregla hefur ekki enn getað tekið skýrslu af konu sem lögð var inn á sjúkrahús í síðustu viku en grunur leikur á að eiginmaður hennar hafi gengið í skrokk á henni. Eins og fram kom í fréttum í síðustu viku var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins og rennur það út á morgun.

Obama og McCain slíðra sverðin 11. september

Bandarísku forsetaframbjóðendurnir John McCain og Barack Obama ætla að gera hlé á baráttunni um Hvíta húsið á fimmtudaginn kemur en þá eru sjö ár liðin frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001.

Rússar lofa að fara frá Georgíu

Rússar hafa lofað að draga herlið sitt frá Georgíu innan mánaðar. Þetta var tilkynnt eftir að Nicolaz Sarkozy forseti Frakklands átti í dag fund með Dmitry Medvedev, forseta Rússlands.

Stútur gaf upp nafn tvíburabróður við afskipti lögreglu

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og sektaði hann um 60 þúsund krónur fyrir að aka ölvaður og segja rangt til um nafn sitt þegar lögregla hafði afskipti af honum.

Sprengjur sprungu við tvo búlgarska nektardansstaði

Fimm eru slasaðir eftir að sprengjur sprungu nær samtímis fyrir utan nektardansstaðina Panthers og Casablanca í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu í dag. Að minnsta kosti eitt fórnarlambanna er alvarlega slasað og telur lögregla öruggt að sprengingarnar tengist undirheimaátökum.

Félagar í Saving Iceland sektaðir um hálfa milljón

Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað sjö félaga í Saving Iceland um samtals 550 þúsund krónur fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn á vinnusvæði við Hellisheiðarvirkjuun og óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að hafa sig á brott.

Ike yfir Kúbu

Þessi gervihnattamynd sýnir fellibylinn Ike yfir Kúbu. Hann nú er sagður hafa náð fjórða styrktarstigistigi af fimm.

Ákærður fyrir að kveikja í jakka annars manns

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar, en til vara hættubrot, fyrir að hafa kveikt í jakka annars manns að aftanverðu.

Futura á hausnum - Úrval-Útsýn leitar að nýju flugfélagi

Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn leitar nú að nýjum aðila til að annast farþegaflug eftir að spænska flugfélagið Futura Airways var sett í tveggja daga flugbann af spænskum yfirvöldum þar til fullnægjandi greinargerð um rekstrargrundvöll félagsins liggur fyrir af hálfu stjórnenda þess.

Björgvin í neytendatúr um landið

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hyggst á næstu tveimur vikum efna til funda víðs vegar um landið þar sem fjallað verður um neytendamál.

Geimrusl veldur hættu

Það er orðið hættulegra en áður að fara út í geiminn. Bandaríska geimeftirlitsstofnunin segir að um þrettán þúsund manngerðir hlutir sem eru stærri en tíu sentimetrar séu á braut um jörðu.

Barnaníðingur í biblíuskóla

Ágúst Magnússon, sem nýlega losnaði úr fangelsi eftir fimm ára fangelsisdóm sem hann fékk fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum, hefur hafið nám við Livets Ord biblíuskólann í Uppsölum í Svíþjóð.

Flott afmæli í Swazilandi

Það var ekkert til sparað þegar Mswati konungur Swazilands varð fertugur á laugardaginn. Ríki hans fagnaði fertugsafmæli þennan sama dag.

Ákærður fyrir að misnota vikugamla dóttur

Átján ára gamall faðir í Forrest City í Arkansas er í haldi lögreglu og hefur verið ákærður fyrir kynferðislega misnotkun og ofbeldi gegn átta daga gamalli dóttur sinni. Barnið liggur nú á barnaspítalanum í Little Rock í Arkansas meðal annars með alvarlega höfuðáverka.

Sjá næstu 50 fréttir