Erlent

Sakfelldir fyrir að skipuleggja flugvélahryðjuverk

Tanvir Hussain, einn þremenninganna sem sakfelldir voru fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk.
Tanvir Hussain, einn þremenninganna sem sakfelldir voru fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. MYND/AP

Þrír menn voru í Bretlandi í dag sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um meiri háttar hryðjuverk. Þeir voru ásamt fimm öðrum ákærðir fyrir að hafa ætlað að sprengja sprengjur um borð í flugvélum á leið yfir Atlantshafið, en upp komst um áformin árið 2006.

Samkvæmt fregnum breskra miðla hugðust mennirnir fela sprengiefni í vökvaformi í gosflöskum og komast þannig með það um borð í flugvélar á Heathrow. Breska leyniþjónustan komst hins vegar á snoðir um áformin og handtók mennina. Þetta varð hins vegar til þess að reglur flugfélaga um meðferð vökva voru hertar mjög.

Einn áttmenninganna var sýknaður í málinu og þá komst kviðdómur ekki að niðurstöðu í máli fjögurra mannanna. Saksóknarar bentu á að sjö mannnanna hefðu gert sjálfsmorðsmyndbönd áður en þeir voru handteknir en mennirnir héldu því fram að ætlunin hefði verið að valda ótta meðal almennings en ekki drepa neinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×