Innlent

Stórtjón í Sultartangavirkjun í gærkvöldi

MYND/Haraldur

Margt bendir til á þessari stundu að stórtjón, sem jafnvel nemi hundruðum milljóna króna, hafi orðið í Sultartangavirkjun við ofanverða Þjórsá í gærkvöldi.

Það varð þegar annar spennir virkjunarinnar, sem verið hefur í viðgerð síðan í nóvember í fyrra, brann yfir þegar reynt var að gangsetja hann að nýju. Virkjunin hefur verið óvirk síðan hann bilaði í fyrra því um svipað leyti bilaði hinn spennir hennar og ekki er búið að gera við hann. Fyrir utan viðgerðarkostnað er framleiðslutapið mikið því virkjunin myndi anna nær allri raforkuþörf Reykvíkinga ef hún væri í lagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×