Innlent

Fjórðungur útgjalda ríkisins til heilbrigðisráðuneytisins

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. MYND/Anton Brink

Um 500 manns starfa í þeim tólf ráðuneytum sem starfrækt eru hér á landi og eru þeir um 2,5 prósent af öllum ríkisstarfsmönnum. Þetta kemur fram á vef fjármálaráðuneytisins, Ríkiskassanum. Þar er skýrt tekið fram að hér sé átt við aðalskrifstofur ráðuneytanna.

Á vefnum er einnig birt yfirlit yfir hlutfallslega skiptingu útgjalda milli ráðuneyta samkvæmt fjárlögum þessa árs. Þar kemur fram að nærri 102 milljarðar króna, eða um fjórðungur útgjalda ríkisins, renna til heilbrigðisráðuneytisins, 85 milljarðar eða um 21 prósent til félags- og tryggingamálaráðuneytisins og rúm 13 prósent eða 53 milljarðar til menntamálaráðuneytisins.

Minnstir fjármunir fara til forsætis- og viðskiptaráðuneyta, eða um 2,2 milljarðar króna sem eru um hálft prósent af útgjöldum ríkisins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×