Innlent

Auðvelt að komast inn á Reykjavíkurflugvöll

Reykjavíkurflugvöllur er ekki öruggari en svo að hver sem er getur óhindrað komist þar inn.

Ómar Ragnarsson, flugáhugamaður með meiru, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það sýni sig á þessu atviki að það virðist vera auðveldera að komast inn á flugvallarsvæðið en að það ætti að vera. Auðvelt sé að komast framhjá þeim öryggiskröfum sem gerðar eru. Girðingin sem umlykur flugvallarsvæðið er rétt rúmlega mannshæðar há. Ómar segir nauðsynlegt að hækka hana.

Birgir Finnsson, sviðsstjóri útkallssviðs slökkviliðsins, segir að ef einbeittur brotavilji sé fyrir hendi þá sé erfitt að koma í veg fyrir að fólk fari inn á svæðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×