Innlent

Fórnarlamb hnífsstunguárásar var að verja systur sína

Ungur Pólverji sem stunginn var með hnífi á Mánagötu í gær var að reyna að verja systur sína. Hann óttast að árásarmennirnir vinni sér frekara mein, en segir engin tengsl milli sín og hnífsstungumannsins. Tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins, en tveggja annarra er leitað.

Árásin átti sér stað eftir hádegi í gær. Ölvaðir menn sem búa í innréttuðum bílskúr við hlið hússins við Mánagötu höfðu, ásamt félögum sínum í hótunum við íbúa í húsinu. Sá sem fyrir árásinni varð neitaði að hleypa þeim inn í húsið, en þegar systir hans kom að húsinu og fór inn, reyndu mennirnir að ráðast inn.

Hann áttaði sig strax á því að hann hafði verið stunginn og segir sársaukanna hafa verið mikinn. Hann þekkir ekki árásarmennina og segist ekki nein samskipti hafa við nágrannana í bílskúrnum. Eins og sjá má vantar einn hnífinn í hnífasettið í bílskúrnum og hugsanlega er það hnífurinn sem beitt var. Hann segist hafa orðið hræddur og hann óttast að mennirnir reyni að vinna sér frekara mein.

Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en tveggja er enn leitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×