Innlent

Ákærður fyrir að kveikja í jakka annars manns

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar, en til vara hættubrot, fyrir að hafa kveikt í jakka annars manns að aftanverðu.

Maðurinn varð eldsins fljótt var og náði að afklæðast og slökkva eldinn og koma þannig í veg fyrir að líkmastjón hlytist af eins og segir í ákæru. Atvikið átti sér stað í desember í fyrra en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×