Erlent

Sprengjur sprungu við tvo búlgarska nektardansstaði

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá hátíðarhöldum í Sofiu um helgina.
Frá hátíðarhöldum í Sofiu um helgina. MYND/AP

Fimm eru slasaðir eftir að sprengjur sprungu nær samtímis fyrir utan nektardansstaðina Panthers og Casablanca í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu í dag. Að minnsta kosti eitt fórnarlambanna er alvarlega slasað og telur lögregla öruggt að sprengingarnar tengist undirheimaátökum.

Sprengingar og íkveikjur hafa verið tíðar í búlgörskum borgum upp á síðkastið og er þarlendum yfirvöldum legið á hálsi að sýna fullmikla linkind gagnvart spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi eftir að Búlgaría gekk í Evrópusambandið í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×