Innlent

Í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar

Tveir Pólverjar, sem verið hafa í haldi lögreglunnar vegna gruns um aðild að hnífstunguárás í húsi við Mánagötu í Norðurmýri um hádegisbil í gær, voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á föstudag, eða til 12. ágúst.

Þrír menn hafa verið handteknir vegna málsins og einum hefur þegar verið sleppt en tveggja er enn leitað í tengslum við árásina. Mennirnir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald eru á fertugs- og fimmtugsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×