Innlent

Ákærður fyrir að segjast hafa myrt mann

Karlmaður á fimmtugsaldri á yfir höfði sér refsingu verði hann sakfelldur fyrir að hafa gabbað lögreglu.

Ákæra á hendur manninum var þingfest í morgun. Samkvæmt henni hringdi maðurinn í Neyðarlínuna úr kortalausum farsíma og tilkynnti að hann hefði myrt ákveðinn mann.

Lögregla fór því að heimili þess sem átti að hafa verið myrtur en þar voru íbúar í fastasvefni og könnuðust ekki við málið. Gabb sem þetta getur varðað sektum eða fangelsi allt að þremur árum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×