Fleiri fréttir

Grímseyjarmál komið til saksóknara - Byrgismál á leiðinni

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur lokið rannsókn á meintum brotum fyrrverandi sveitarstjóra Grímseyjarhrepps og sent það til saksóknara til ákvörðunar um saksókn. Þá er rannsókn á meintum efnahagsbrotum í Byrgismálinu svokallað að ljúka og málið á leið til saksóknara.

Ike orðinn annars stigs bylur

Áfram hefur dregið úr styrk fellibyljarins Ike en hann gekk á land á Kúbu í nótt. Hann telst nú annars stigs fellibylur en var í gærmorgun fjórða stigs bylur samkvæmt hinum svokallaða Saffir-Simpson kvarða.

Kalli Bjarni aftur ákærður fyrir fíkniefnabrot

Klukkan 10:05 var í Héraðsdómi Reykjavíkur þingfest ákæra á hendur Karli Bjarna Guðmundssyni Idolstjörnu. Ákæran varðar rúm 64 grömm af amfetamíni sem Karl Bjarni var tekinn með þegar hann dvaldi á Hótel Vík í Síðumúla þann 28. mars síðastliðinn.

Evrópusambandstríó á fund Medvedevs

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, heldur í dag til Rússlands þar sem hann hyggst ræða við starfsbróður sinn, Dmítrí Medvedev, um málefni Georgíu.

Hefur ekið póstbíl milljón mílur

Bílstjóri hjá hraðsendingafyrirtækinu UPS í Bandaríkjunum fagnaði þeim tímamótum um helgina að vegmælirinn í vinnubílnum hans, sem framleiddur er af General Motors, sýndi á ný stöðuna núll þar sem bílnum hafði verið ekið eina milljón mílna.

Umferðaröngþveiti rænir Dani frítíma

Danir kvarta nú sáran yfir því að tafir í umferðaröngþveiti séu farnar að ræna þá dýrmætum frí- og fjölskyldutíma í æ ríkara mæli en áður.

McCain með forystu á Obama

Repúblikaninn John McCain hefur fjögurra prósenta forskot á keppinaut sinn, Barack Obama, ef marka má Gallup-könnun sem birt var í Bandaríkjunum í gærkvöldi.

Tilkynnt um hval í fjörunni við Dalvík

Hvalur sem sást uppi í fjöru skammt frá hafnarmynninu á Dalvík um klukkan ellefu í gærkvöldi virðist hafa komist aftur á flot því hann var hvergi á sjá þegar lögregla gáði að honum í morgun.

600 þúsund Kúbverjar fluttir í skjól

Um 600 þúsund Kúbverjar hafa verið fluttir í skjól vegna fellibylsins Ike sem kom að ströndum eyjarinnar í nótt og mun að líkindum fara yfir hana endilanga.

Fjórir gripnir eftir innbrot í tölvuverslun

Fjórir innbrotsþjófar voru gripnir í bíl í Garðabæ um fimmleytið í nótt eftir að hafa bortist inn í tölvuverslun við Hlíðarsmára í Kópavogi aðeins fimmtán mínútum fyrr.

Enn leitað að tveimur mönnum vegna hnífstungu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo karlmenn, sem taldir eru viðriðnir árás í húsi í Norðurmýrinni í Reykjavík í gærdag, þar sem húsráðandi var stunginn með hnífi. Tveir voru handteknir á vettvangi og er nú tveggja til viðbótar leitað.

Dregur úr styrk Ikes

Nokkuð hefur dregið úr styrk fellibyljarins Ikes þegar hann er um það bil að ganga á land á Kúbu. Hann mælist nú þriðja stigs fellibylur en er enn flokkaður sem meiri háttar fellibylur sem getur ógnað byggð á suðurströnd Bandaríkjanna.

Danskir ráðherrar sofandi á fundum með drottningunni

Það er ekki eintóm sæla að vera ráðherra í Danmörku ef marka má nýja bók Flemmings Hansen, fyrrverandi samgönguráðherra. Þar ljóstrar hann því upp að fjölda ráðherra leiðist svo á ríkisráðsfundum með drottningunni að þeir fá sér kríu.

Árásir á lögreglu grófari en áður

Lögreglumenn telja að árásum á sig hafi fjölgað og brotin orðið grófari en áður. Formaður Landssambands lögreglumanna óttast að aukið ofbeldi gegn lögreglunni tengist starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi. Fimm Litháar voru í nótt handteknir eftir árás á lögregluþjón í heimahúsi.

Kennir Seðlabankanum um fall krónunnar

Formaður efnhags- og skattanefndar Alþingis segir að samantekt Seðlabankans um stöðu þjóðarbúsins hafi veikt krónuna. Hann segir nauðsynlegt að bæta hagskýrslugjöf bankans.

Færri í atvinnuleit en á sama tíma í fyrra

Færri eru í atvinnuleit nú en á sama tíma í fyrra og enn vantar fólk til vinnu á ýmsum sviðum. Þetta segir framkvæmdastjóri Capacent ráðninga sem á ekki von á að atvinnuleysitölur hækki hratt á næstunni.

Ræða breytingar á lögum SÞ um Norðurskautið á fundi á Íslandi

Rúmlega tugur lagasérfræðinga ræðir væntanlegar breytingar á löggjöf Sameinuðu þjóðanna um Norðurskautssvæðið á fundi á Íslandi í dag og fram á þriðjudag. Háskólinn á Akureyri hefur skipulagt ráðstefnuna í samvinnu við David Leary formann Institute of Advanced Studies.

Gunnar Nelson rotaði andstæðing sinn í Kaupmannahöfn

Íslenski bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson gerði sér lítið fyrir og rotaði andstæðing sinn, hinn reynda brasilíska bardagakappa Iran Mascarenhas, í lok annarrar lotu á Adrenalínmótinu í blönduðum bardagaíþróttum í Kaupmannhöfn í gærkvöldi.

Lögreglan leitar að tveimur mönnum eftir hnífstunguárás

Lögregla höfuðborgarsvæðisins leitar nú að tveimur erlendum mönnum sem taldið er að hafi ráðist á samlanda sinn og sært hann með tveim stungusárum á fótlegg. Árásin átti sér stað í húsi við Snorrabraut fyrr í dag.

Blóðugt glæpagengjastríð framundan í Danmörku

Lögreglan í Danmörku telur að blóðugt stríð sé framundan milli Hells Angels annarsvegar og glæpagengja af annari kynslóð innflytenda í Danmörku hinsvegar. Átök milli þessara gengja hafa stigmagnast á undanförnum vikum.

Fornbílarnir á leið til Suðurnesja

Keppnisbílarnir í alþjóðlega fornbílarallinu eru nú á bakaleið frá Suðurlandi í átt til Reykjaness en keppnin hófst við Ráðhús Reykjavíkur í morgun.

Íslenskir hönnuðir með sýningu í Hollandi

Hönnuðurnir Elísabet Jónsdóttir og Olga Hrafnsdottir sem reka hönnunarstúdeóið Volki í Den Haag, Hollandi, opnuð nýverið sýninguna Lamscape / Landschaap í Haagse kunstkring.

Bíræfur þjófur stal sjúkratösku miðborgarvarðar

Bíræfur þjófur stal í morgunsárið sjúkratösku miðborgarvarðar sem var að hlúa að slösuðum manni í leigubílaröðinni. Talið er að þjófurinn hafi náð að koma sér burt í leigubíl með sjúkratöskuna sem er grár og svartur bakpoki.

Fellibylurinn Ike orðinn að fjögurra stiga fárvirði

Fellibylurinn Ike fór yfir Turks og Caicos eyjar sem fjögurra stiga fárviðri í nótt. Þá höfðu eyjaskeggjar vart náð að jafna sig eftir fellibylinn Hönnu sem var yfir þessari bresku nýlendu í fjóra daga í síðustu viku.

Sjá næstu 50 fréttir