Innlent

Mannslátið á Skúlagötu: Sá grunaði neitar sök

Andri Ólafsson skrifar
Íbúð hins látna
Íbúð hins látna

Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna mannslátsins á Skúlagötu segist saklaus. Hann kannast ekki við að hafa veitt hinum látna áverkana sem drógu hann til dauða.

Þetta hefur hann staðhæft í yfirheyrslum hjá lögreglu.

Í yfirheyrslunum segist hann aðeins hafa verið gestur hjá hinum látna á föstudagskvöldið fyrir rúmri viku og drukkið með honum áfengi ásamt þriðja manni.

Hann segist síðan hafa yfirgefið íbúðina en þá hafi hinn látni og þriðji maðurinn setið áfram. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þriðji maðurinn staðfest þetta í yfirheyrslum.

Á sunnudagskvöldinu, tveim dögum síðar, fannst húsráðandinn að Skúlagötu svo látinn.

Þriðji maðurinn sat í gæsluvarðhaldi þar til í dag. Hann er að öllum líkindum sá síðasti sem sá hinn látna á lífi. Þar að auki fann lögregla hinn látna eftir ábendingar frá honum.

Sá sem nú er í gæsluvarðhaldi gaf sig hins vegar sjálfur fram við lögreglu þegar hann fékk spurnir af því að hún væri að leita hans.

Lögregla veit ekki enn með hvaða hætti hinn látni hlaut þá höfuðáverka sem drógu hann til dauða en í tilkynningu frá lögerglunni í dag kemur fram að málið sé nú rannsakað sem líkamsárás.






Tengdar fréttir

Tveir yfirheyrðir vegna mannsláts á Skúlagötu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfirheyrir nú tvo menn vegna rannsóknar á andláti manns, sem fannst látinn á heimili sínu við Skúlagötu í Reykjavík í gærkvöldi,- með höfuðáverka.

Einn áfram í haldi vegna Skúlagötumáls

Annar mannanna, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að mannsláti á Skúlagötu, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 15. september.

Í gæsluvarðhald til 8. september

Nú undir kvöld úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur tvo karlmenn í gæsluvarðhald til 8. september vegna grunsamlegs mannsláts á Skúlagötu í Reykjavík í gær.

Lögreglan rannsakar andlát við Skúlagötuna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort áverkar á höfði manns, sem fannst látinn í íbúð sinni við Skúlagötu í Reykjavík um kvöldmatarleitið í gær, kunni að vera af manna völdum.

Tveir í gæsluvarðhald vegna Skúlagötumálsins

Mennirnir tveir, sem lögregla yfirheyrði í gær við rannsókn á andláti manns í íbúð hans við Skúlagötu í fyrrakvöld, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Lést af völdum höfuðáverka við Skúlagötu

Bráðabirgðaniðurstöður krufningar hafa staðfest að maðurinn sem fannst látinn í íbúð sinni við Skúlagötu í fyrrakvöld lést af völdum höfuðáverka. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Hafði verið saknað í þrjá daga

Maðurinn sem fannst látinn í íbúð sinni við Skúlagötu í gærkvöld fannst ekki fyrr en vinir hans voru farnir að hafa áhyggjur af honum. Þeir höfðu þá ekki heyrt í manninum í þrjá daga. Þetta segir nágranni mannsins sem Vísir ræddi við í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×