Erlent

Pólskur Fritzl handtekinn

Pólskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í þrjá mánuði, grunaður um að hafa misnotað dóttur sína. Maðurinn er 45 ára gamall. Dóttir hans, sem er tuttugu og eins árs, sakar hann um að hafa læst sig inni í herbergi þegar hún var fjórtán ára. Þar hafi hann haldið henni í sjö ár og nauðgað henni reglulega. Hún hafi ekki sloppið út fyrr en um sex árum síðar. Dóttirin ól föður sínum tvö börn.

Pólverjar líkja manninum við hin óhuggulega Josef Fritzl frá Austurríki.

Það var sænska Aftonbladet sem greindi frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×