Innlent

Mikilvægt að breyta löggjöf á heimskautahöfunum

Mikilvægt er að breyta löggjöf á heimaskautahöfunum vegna þeirra hröðu breytinga sem þar eiga sér stað Þetta segja erlendir fræðimenn sem nú sitja ráðstefnu á Akureyri.

Nú stendur yfir þriggja daga ráðstefna við Háskólann á Akureyri í samstarfi við Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Staðan á heimskautasvæðunum er þar einkum til umfjöllunar, hlýnun jarðar og bráðnun heimskautaíssins.

60 sérfræðingar í heimskautamálefnum alls staðar að úr heiminum eru nú staddir á Akureyri til að ræða málin og hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að mikil þörf sé á nýrri alþjóðlegri löggjöf vegna breyttrar stöðu á heimskautasvæðunum þar sem ísinn þar á undanhaldi. Með bráðnun skapast rými fyrir siglingar, fiskveiðar og aðra notkun á náttúruauðlindum á svæðum sem fram að þessu hafa verið utan seilingar.

Ráðstefnan tengist því að nám í heimskautarétti er nú kennt við Háskólann á Akureyri í fyrsta skipti og töluðu bæði forseti Íslands og Þorsteinn Gunnarsson rektor um mikilvægi þess fyrir skólann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×