Innlent

Tafir vegna fjögurra bíla áreksturs á Miklubraut

MYND/Björn

Nokkrar tafir eru nú á umferð á Miklubraut til móts við húsnæði 365 eftir að fjögurra bíla árekstur varð þar fyrir stundu. Lögregla og sjúkrabíll voru kvödd á staðinn og hlúði bráðaliði að einum ökumannanna. Ekki reyndust ökumenn og farþegar þó mikið slasaðir en einn bílanna er talsvert skemmdur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×