Innlent

Treg síldveiði

Treg veiði hefur verið hjá þeim fáu síldveiðiskipum, sem reynt hafa fyrir sér í Síldarsmugunni á milli Íslands og Noregs að undanförnu.

Eitt síldarskipanna, sem Fréttastofan náði sambandi við í morgun, er ekki komið með nema með 800 tonn af síld til bræðslu og 250 tonn af frystum afurðum eftir hálfs mánaðar útiveru. Stýrimaður um borð sagði að ljósi punkturinn í þessu væri sá, að úr þessu gæti ástandið ekkert nema batnað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×