Innlent

Slasaður hreindýraveiðimaður sóttur

Björgunarsveitarmenn frá Djúpavogi og Höfn komu til byggða á tíunda tímanum í gærkvöldi með slasaðan mann, sem þeir sóttu upp í fimm hundruð metra hæð í Hvalnesskriðum.

Maðurinn, sem var við hreindýraveiðar, fótbrotnaði og var hann fluttur á næstu heilsugæslustöð. Alls tóku menn úr þremur björgunarsveitum þátt í leiðangrinum, þar sem aðstæður voru erfiðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×