Innlent

Félagar í Saving Iceland sektaðir um hálfa milljón

MYND/Vilhelm

Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað sjö félaga í Saving Iceland um samtals 550 þúsund krónur fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn á vinnusvæði við Hellisheiðarvirkjuun og óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að hafa sig á brott.

Fólkið fór inn á svæðið þann 28. júlí en um var að ræða einn Íslending og sex erlenda mótmælendur. Tvennt var ákært fyrir að hafa farið inn á vinnusvæði Jarðborana og klifrað upp á stjórnhús jarðborsins Týs og hafst þar við í nokkra stund.

Þá voru hin ákærð fyrir að hafa farið inn á vinnusvæði Klæðningar við virkjunina en þar fór hluti hópsins upp á pall búkollu og upp á skurðgröfu og stöðvaði þannig vinnu á svæðinu. Læstu tvö þeirra sig við vinnuvélarnar með hjólalási.

Fjórir mótmælendanna voru sektaðir um hundrað þúsund krónur hver og þrír um 50 þúsund krónur fyrir þátt sinn í mótmælunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×