Erlent

Obama og McCain slíðra sverðin 11. september

Frá árásinni á tvíburaturnana ellefta september 2001.
Frá árásinni á tvíburaturnana ellefta september 2001.

Bandarísku forsetaframbjóðendurnir John McCain og Barack Obama ætla að gera hlé á baráttunni um Hvíta húsið á fimmtudaginn kemur en þá eru sjö ár liðin frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001.

Þeir ætla af því tilefni að hittast í New York þar sem tvíburaturnarnir svokölluðu stóðu til þess að „heiðra minningu hvers einasta bandaríkjamanns sem lét lífið í árásunum," segir í sameiginlegri tilkynningu frá framboðunum.

„Við munum öll koma saman þann ellefta september, ekki sem demókratar eða repúblikanar, heldur sem Bandaríkjamenn."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×