Fleiri fréttir BSRB mótmæla uppsögnum á Keflavíkurflugvelli Níu starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli hefur verið sagt upp störfum. Um er að ræða starfsmenn sem sinnt hafa vopnaleit og öryggisvörslu. „Þetta eru slæmar fréttir", sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB í tilkynningu frá bandalaginu, en hann óttast að meira kunni að vera í pípunum bæði á Keflavíkurflugvelli og jafnvel hjá öðrum lögregluembættum. 1.8.2008 22:00 ,,Fullt af unglingum sem eru að gera góða hluti" Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands hófst fyrr í dag Þorlákshöfn og fer fram núna um verslunarmannahelgina. Þar eru samankomin ríflega 1200 ungmenni hvaðanæva af landinu á aldrinum 11 til 18 ára. 1.8.2008 21:30 Þingmaður VG segir Geir ónauðsynlegan Geir Haarde, forsætisráðherra, er ónauðsynlegur, að mati Árna Þórs Sigurðsson. Hann segir ástandið í ríkisstjórnarliði Geirs og þingflokki vera lítið skárra en í borgarstjórnarflokknum. ,,Hann á að fara frá völdum, hans tími er liðinn," segir Árni Þór á vefsíðu sinni. 1.8.2008 21:00 Umferð gengur vel Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gengur umferðin vel og hingað til hefur verið stóráfallalaus. Umtalsverð umferð hefur verið frá Reykjavík í dag og í kvöld. Líkt og fyrr ár hefur mikil umferð verið um Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. 1.8.2008 21:10 Ríkisnefnd um mannasiði fyrir Ólympíuleikana Kínverjum hefur verið gert að taka sig á í mannasiðum fyrir Ólympíuleikana - svo sem að hætta að hrækja um allar götur og smjatta. Sérstök ríkisnefnd hefur verið sett á laggirnar til að tryggja framfarir í mannasiðum - nefnd til uppbyggingar andlegrar siðmenningar, eins og hún heitir. 1.8.2008 20:30 Vefsíða gegn áfengisauglýsingum opnuð Fyrr í dag opnuðu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum heimasíðu þar sem gefur að líta margskonar fróðleik svo sem greinar, fréttir og dóma sem tengjast áfengisauglýsingum. 1.8.2008 20:15 Ekki hrifinn af vinningstillögunni Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að vinningstillaga að Listaháskóla Íslands falli ekki nógu vel að götumynd Laugavegar en hann telur æskilegt þeirri mynd verði haldið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 1.8.2008 20:00 Gríðarleg umferð um land allt Gríðarleg umferð hefur verið á landi, legi og í lofti í dag vegna verslunarmannahelgarinnar. Umferðin hefur gengið stórslysalaust fyrir sig. 1.8.2008 19:15 Ólafur settur í embætti í fjórða skipti Ólafur Ragnar Grímsson sór embættiseið sem forseti Íslands í fjórða skipti í dag. Forsetinn hvatti þjóðina til bjartsýni þótt á móti blási í augnablikinu. 1.8.2008 19:00 Þórunn: Ekki að tefja Umhverfisráðherra þvertekur fyrir að hún sé að tefja fyrir fyrirhuguðum álversframkvæmdum á Bakka með nýlegum úrskurði um að setja framkvæmdir þeim tengdum í sameiginlegt umhverfismat. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki í hættu. Álverið muni rísa. 1.8.2008 18:30 Þrjú bílslys í Reykjavík í dag Þrjú tölvuert alvarleg bílslys urðu í Reykjavík í dag. Fimm voru fluttir á slysadeild, þar af einn talsvert slasaður, eftir fjögurra bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi rétt fyrir klukkan hálf fjögur í dag. 1.8.2008 17:41 Útsvar Hreiðars þenur út pyngju borgarsjóðs Hreiðar Már Sigurðsson er með lögheimili í Reykjavík sem þýðir að hann greiðir rúmlega 96 milljónir króna í útsvar til sveitarfélagsins. Verður það að teljast kærkominn upphæð í borgarsjóð Reykjavíkur. 1.8.2008 17:08 Áhyggjur vegna staðalímynda og vægra refsinga í kynferðisafbrotamálum Nefnd Sameinuðu þjóðanna sem fylgist með framfylgd alþjóðasamnings um afnám allrar mismununar gagnvart konum hefur birt athugasemdir um stöðu jafnréttis á Íslandi eftir að sendinefnd Íslands kom fyrir nefndina þann 8.júlí síðastliðinn. 1.8.2008 16:47 Íslendingar bjórþyrstir um verslunarmannahelgi Miklar annir eru nú í Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu, enda er vikan fyrir verslunarmannahelgi ein annasamasta vika ársins í verslununum, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. 1.8.2008 16:22 Fartölvu með mastersritgerð stolið af japönskum stúdent við HÍ Fartölvu var stolið af japanska stúdentnum Jun Morikawa fyrir utan HÍ á dögunum. Tölvan inniheldur mastersritgerð Jun sem hann hugðist skila í byrjun september. Mikil vinna er fyrir bí ef Jun endurheimtir ekki fartölvuna en hann ætlar eftir sem áður að ljúka mastersnámi sínu þrátt fyrir áfallið. 1.8.2008 16:21 Verður líklega næststærsta Þjóðhátíðin frá upphafi Straumur fólks liggur nú til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð og eru allar ferðir með Herjólfi sem og öll flug full að sögn Sigurðs Bragasonar eins af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Venjulega eru um 9000 manns á Þjóðhátíð en við teljum að 10 þúsund manna markið verði sprengt í ár," segir Sigurður. 1.8.2008 15:57 Utanríkisráðherra heiðursgestur á Íslendingadögum í Gimli Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra verður heiðursgestur og fulltrúi ríkisstjórnarinnar á Íslendingadeginum í Gimli í Kanada að þessu sinni sem og á Íslendingahátíð í Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. 1.8.2008 15:46 Beltið hrundi af Dorrit Talsverður mannfjöldi er saman kominn á Austurvelli til að fylgjast með því þegar Ólafur Ragnar Grímsson sver embættiseið að nýju. 1.8.2008 15:40 Tungl gekk fyrir sólu í morgun Í morgun var svokallaður deildarmyrkvi fyrir sólu sjáanlegur á Íslandi en þá gengur tunglið að hluta til fyrir sólu frá okkur séð. Á sama tíma var almyrkvi á sólu sýnilegur í norðuhluta Kanada, Grænlandi, Síberíu, Mongólíu og Kína. 1.8.2008 15:24 Brotist inn hjá Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu Bífræfnir þjófar brutust inn á heimili athafnahjónanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur á Sóleyjargötu og létu þar greipar sópa á neðstu hæð hússins. Sonur þeirra var sofandi heima og hreinsuðu þjófarnir hæðina án hans vitundar samkvæmt heimildum Vísis. 1.8.2008 15:00 Pelosi kemur í veg fyrir kosningu um olíuborun Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings notar vald sitt til þess að koma í veg fyrir kosningu um hvort létta eigi banninu við olíuboranir við strendur Bandaríkjanna. Hefur þetta valdið mikilli óánægju meðal Repúblikana sem hafa þrýst á þingið í margar vikur að létta banninu. 1.8.2008 14:32 30 daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi Albanskur karlmaður var dæmdur í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa falsað vegabréf meðferðis. Lögreglan fann vegabréfið við leit á manninum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu 22. júlí síðastliðinn. 1.8.2008 14:29 Segir dómsmálaráðuneytið hafa þvingað lögreglustjóra Varaborgarfulltrúi VG harmar að lögreglustjóri höfuðborgsvæðisins hafi verið þvingaður til að aðlagast úreltu kerfi. VG lýsa yfir vonbrigðum með umsögn lögreglustjórans varðandi Goldfinger. 1.8.2008 13:14 Nornaveiðar fjölmiðla komi í veg fyrir sanngjörn réttarhöld Radovan Kardzic, fyrrum leiðtogi Bosníu-Serba telur að „nornaveiðar" fjölmiðla komi í veg fyrir að hann fái sanngjörn réttarhöld. Ákærur voru lesnar yfir honum í stríðsglæpadómstólnum í Haag í gær. 1.8.2008 12:59 Harðlínumenn í Ísrael vilja kosningar Harðlínumenn í ísraelsku stjórnarandstöðunni krefjast þess nú að efnt verði til kosninga þegar í stað. Það gæti orðið til þess að helsti haukurinn í Likud-bandalaginu, Benjamin Netanyahu, komist aftur til valda. 1.8.2008 12:20 Geir: Ákvörðun Þórunnar hefur ekki áhrif á stjórnarsamstarfið Forsætisráðherra segir ákvörðun umhverfisráðherra um að meta skuli umhverfisáhrif álvers á Bakka og tengdra virkjana í sameiningu, hafa komið á óvart. Það hafi þó engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. 1.8.2008 12:13 Atlantsolía lækkar um tvær krónur Atlantsolía lækkaði í dag verð á bensíni og dísel hjá sér um tvær krónur. Er verð nú á bensínlítranum 168,2 kr. og á dísellítranum 186,10 kr.. Kemur lækkunin til vegna heimsmarkaðsverðs á eldsneyti samkvæmt upplýsingum frá Huga Hreiðarsyni hjá Atlantsolíu. 1.8.2008 12:06 Mótmælendur teppa umferð við álverið í Straumsvík Félagar í umhverfisverndarsamtökunum Saving Iceland hafa stöðvað umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Straumsvík með því að hlekkja sig við hlið sem hleypa umferð til og frá álverslóðinni. 1.8.2008 12:01 Óskar þess að SUS hætti að vernda þessa tegund af „lítilmagna“ Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir að lykillinn að því að koma í veg fyrir ofurlaun bankamanna og annarra sé upplýsingaflæði. Þess vegna furðar hann sig á því að það sé eitt helsta hugsjónaverkefni SUS, Sambands ungra sjálfstæðismanna, að banna aðgang að skattskrám. 1.8.2008 11:52 Maður grunaður um að dreifa militisbrandi tók eigið líf Talið er að vísindamaður sem grunaður var um að hafa átt aðild að því að miltisbrandi var dreift í pósti í Bandaríkjunum í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 hafi svipt sig lífi. 1.8.2008 11:31 Forseti ASÍ: Á ekki líknarorð yfir kjörin Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að kjör tekjuhæstu bankamanna séu komin úr öllum takt við íslenskt samfélag en ellefu tekjuhæstu bankamennirnir voru samtals með hátt í fjóra milljarða í tekjur á síðasta ári. 1.8.2008 11:10 Farið yfir marga áratugi á Akureyri Fjölskylduhátíðin á Akureyri verður með nýstárlegu móti þetta árið þar sem uppákomur og skemmtanir bera brag af hinum ýmsu áratugum síðustu aldar. 1.8.2008 11:08 Dorrit í dýrindis skautbúningi Dorrit Moussaieff forsetafrú mun klæðast forláta skautbúningi við embættistöku forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar í dag. Í tilkynningu frá forsetaskrifstofu kemur fram að búningurinn hafi verið saumaður árið 1938 af Jakobínu Thorarensen, annálaðri hannyrðakonu. Hann var saumaður á Jósefínu Helgadóttur eiginkonu Skúla Guðmundssonar fyrrum alþingmanns, ráðherra og kaupfélagsstjóra í Húnavatnssýslu. 1.8.2008 11:03 Sextán stúlkur fórust í sprengingu í Tyrklandi Sextán skólastúlkur eru látnar eftir að heimavist hrundi í Tyrklandi í nótt í kjölfar gasspreningar. Talið er að rúmlega 40 stúlkur hafi verið í byggingunni þegar hún hrundi og voru þær flestar sofandi. 1.8.2008 10:55 Innanlandsflug gengur vel Hjá Flugfélagi Íslands fengust þær upplýsingar að flug hafi gengið vel í morgun. Fjölmenni er samankomið í flugstöðvarbyggingu Reykjavíkurflugvallar og margir að bíða eftir flugi til Vestmannaeyja. 1.8.2008 10:07 Togari í eigu Samherja með 350 milljón kr. í lestinni Þýski togarinn Pólonus, sem er í eigu Deutsche Fisfang Union, dótturfélags Samherja á Akureyri, er nú á leið til Þýskalands af Svarbarðamiðum með 350 milljóna króna farm af frystum þorskflökum. 1.8.2008 09:58 Allt fullt í Húsafelli ,,Svæðinu er lokað," segir Sigríður Snorradóttir, staðarhaldari í Húsafelli, en þar er tjaldstæðið orðið yfirfullt og veður afar gott. Sigríður biður fólk um að leggja ekki land undir fót í Húsafell því vísa þarf fólki frá sem leitar eftir því að tjalda á svæðinu. 1.8.2008 09:45 Segir Samfylkinguna vinna gegn hagsmunum landsmanna Varaformaður Framsóknarflokksins segir Samfylkinguna vinna gegn hagsmunum með ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka. 1.8.2008 09:22 Ákvörðun umhverfisráðherra enn gagnrýnd Jón Gunnarsson þingmaður Sjáflstæðisflokksins sagði í viðtali við Ísland í bítið í morgun að ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um að meta skuli umhverfisáhrif álvers við Húsavík og tengdra virkjana, í sameiningu, stangist á við grundvallaratriði í stefnu Sjáflstæðisflokksins. 1.8.2008 07:57 Friðargæsluliðar verða áfram í Darfur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að framlengja dvöl friðargæsluliða sinna í Darfur héraðinu í Súdan um eitt ár. 1.8.2008 07:40 Auglýsing með Paris Hilton kemur í bakið á McCain Auglýsing John McCain þar sem hann líkir Obama við þær Paris Hilton og Britney Spears gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir McCain. 1.8.2008 07:28 Ellefu skólastúlkur létust í sprengingu í Tyrklandi Ellefu skólastúlkur eru látnar eftir að gassprenging olli því að svefnskáli þeirra hrundi saman í Tyrklandi snemma í morgun. 1.8.2008 07:25 Ekið á sex ára dreng á Akureyri Ekið var á sex ára dreng á tjaldstæðinu að Hömrum á Akureyri um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og var hann þegar fluttur á sjúkrahúsið. 1.8.2008 07:24 Töluverð ölvun og erill hjá lögreglunni í Eyjum Töluverð ölvun var í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og alla nótt og erill hjá lögreglu, án þess að nokkuð stórvægilegt kæmi upp. 1.8.2008 07:23 Þyrla sótti höfuðkúpubrotinn sjómann Sjómaður um borð í togaranum Vilhelm Þorsteinssyni EA höfuðkúpubrotnaði þegar skipið var að veiðum suðaustur af landinu síðdegis í gær. 1.8.2008 07:17 Sjá næstu 50 fréttir
BSRB mótmæla uppsögnum á Keflavíkurflugvelli Níu starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli hefur verið sagt upp störfum. Um er að ræða starfsmenn sem sinnt hafa vopnaleit og öryggisvörslu. „Þetta eru slæmar fréttir", sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB í tilkynningu frá bandalaginu, en hann óttast að meira kunni að vera í pípunum bæði á Keflavíkurflugvelli og jafnvel hjá öðrum lögregluembættum. 1.8.2008 22:00
,,Fullt af unglingum sem eru að gera góða hluti" Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands hófst fyrr í dag Þorlákshöfn og fer fram núna um verslunarmannahelgina. Þar eru samankomin ríflega 1200 ungmenni hvaðanæva af landinu á aldrinum 11 til 18 ára. 1.8.2008 21:30
Þingmaður VG segir Geir ónauðsynlegan Geir Haarde, forsætisráðherra, er ónauðsynlegur, að mati Árna Þórs Sigurðsson. Hann segir ástandið í ríkisstjórnarliði Geirs og þingflokki vera lítið skárra en í borgarstjórnarflokknum. ,,Hann á að fara frá völdum, hans tími er liðinn," segir Árni Þór á vefsíðu sinni. 1.8.2008 21:00
Umferð gengur vel Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gengur umferðin vel og hingað til hefur verið stóráfallalaus. Umtalsverð umferð hefur verið frá Reykjavík í dag og í kvöld. Líkt og fyrr ár hefur mikil umferð verið um Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. 1.8.2008 21:10
Ríkisnefnd um mannasiði fyrir Ólympíuleikana Kínverjum hefur verið gert að taka sig á í mannasiðum fyrir Ólympíuleikana - svo sem að hætta að hrækja um allar götur og smjatta. Sérstök ríkisnefnd hefur verið sett á laggirnar til að tryggja framfarir í mannasiðum - nefnd til uppbyggingar andlegrar siðmenningar, eins og hún heitir. 1.8.2008 20:30
Vefsíða gegn áfengisauglýsingum opnuð Fyrr í dag opnuðu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum heimasíðu þar sem gefur að líta margskonar fróðleik svo sem greinar, fréttir og dóma sem tengjast áfengisauglýsingum. 1.8.2008 20:15
Ekki hrifinn af vinningstillögunni Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að vinningstillaga að Listaháskóla Íslands falli ekki nógu vel að götumynd Laugavegar en hann telur æskilegt þeirri mynd verði haldið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 1.8.2008 20:00
Gríðarleg umferð um land allt Gríðarleg umferð hefur verið á landi, legi og í lofti í dag vegna verslunarmannahelgarinnar. Umferðin hefur gengið stórslysalaust fyrir sig. 1.8.2008 19:15
Ólafur settur í embætti í fjórða skipti Ólafur Ragnar Grímsson sór embættiseið sem forseti Íslands í fjórða skipti í dag. Forsetinn hvatti þjóðina til bjartsýni þótt á móti blási í augnablikinu. 1.8.2008 19:00
Þórunn: Ekki að tefja Umhverfisráðherra þvertekur fyrir að hún sé að tefja fyrir fyrirhuguðum álversframkvæmdum á Bakka með nýlegum úrskurði um að setja framkvæmdir þeim tengdum í sameiginlegt umhverfismat. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki í hættu. Álverið muni rísa. 1.8.2008 18:30
Þrjú bílslys í Reykjavík í dag Þrjú tölvuert alvarleg bílslys urðu í Reykjavík í dag. Fimm voru fluttir á slysadeild, þar af einn talsvert slasaður, eftir fjögurra bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi rétt fyrir klukkan hálf fjögur í dag. 1.8.2008 17:41
Útsvar Hreiðars þenur út pyngju borgarsjóðs Hreiðar Már Sigurðsson er með lögheimili í Reykjavík sem þýðir að hann greiðir rúmlega 96 milljónir króna í útsvar til sveitarfélagsins. Verður það að teljast kærkominn upphæð í borgarsjóð Reykjavíkur. 1.8.2008 17:08
Áhyggjur vegna staðalímynda og vægra refsinga í kynferðisafbrotamálum Nefnd Sameinuðu þjóðanna sem fylgist með framfylgd alþjóðasamnings um afnám allrar mismununar gagnvart konum hefur birt athugasemdir um stöðu jafnréttis á Íslandi eftir að sendinefnd Íslands kom fyrir nefndina þann 8.júlí síðastliðinn. 1.8.2008 16:47
Íslendingar bjórþyrstir um verslunarmannahelgi Miklar annir eru nú í Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu, enda er vikan fyrir verslunarmannahelgi ein annasamasta vika ársins í verslununum, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. 1.8.2008 16:22
Fartölvu með mastersritgerð stolið af japönskum stúdent við HÍ Fartölvu var stolið af japanska stúdentnum Jun Morikawa fyrir utan HÍ á dögunum. Tölvan inniheldur mastersritgerð Jun sem hann hugðist skila í byrjun september. Mikil vinna er fyrir bí ef Jun endurheimtir ekki fartölvuna en hann ætlar eftir sem áður að ljúka mastersnámi sínu þrátt fyrir áfallið. 1.8.2008 16:21
Verður líklega næststærsta Þjóðhátíðin frá upphafi Straumur fólks liggur nú til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð og eru allar ferðir með Herjólfi sem og öll flug full að sögn Sigurðs Bragasonar eins af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Venjulega eru um 9000 manns á Þjóðhátíð en við teljum að 10 þúsund manna markið verði sprengt í ár," segir Sigurður. 1.8.2008 15:57
Utanríkisráðherra heiðursgestur á Íslendingadögum í Gimli Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra verður heiðursgestur og fulltrúi ríkisstjórnarinnar á Íslendingadeginum í Gimli í Kanada að þessu sinni sem og á Íslendingahátíð í Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. 1.8.2008 15:46
Beltið hrundi af Dorrit Talsverður mannfjöldi er saman kominn á Austurvelli til að fylgjast með því þegar Ólafur Ragnar Grímsson sver embættiseið að nýju. 1.8.2008 15:40
Tungl gekk fyrir sólu í morgun Í morgun var svokallaður deildarmyrkvi fyrir sólu sjáanlegur á Íslandi en þá gengur tunglið að hluta til fyrir sólu frá okkur séð. Á sama tíma var almyrkvi á sólu sýnilegur í norðuhluta Kanada, Grænlandi, Síberíu, Mongólíu og Kína. 1.8.2008 15:24
Brotist inn hjá Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu Bífræfnir þjófar brutust inn á heimili athafnahjónanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur á Sóleyjargötu og létu þar greipar sópa á neðstu hæð hússins. Sonur þeirra var sofandi heima og hreinsuðu þjófarnir hæðina án hans vitundar samkvæmt heimildum Vísis. 1.8.2008 15:00
Pelosi kemur í veg fyrir kosningu um olíuborun Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings notar vald sitt til þess að koma í veg fyrir kosningu um hvort létta eigi banninu við olíuboranir við strendur Bandaríkjanna. Hefur þetta valdið mikilli óánægju meðal Repúblikana sem hafa þrýst á þingið í margar vikur að létta banninu. 1.8.2008 14:32
30 daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi Albanskur karlmaður var dæmdur í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa falsað vegabréf meðferðis. Lögreglan fann vegabréfið við leit á manninum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu 22. júlí síðastliðinn. 1.8.2008 14:29
Segir dómsmálaráðuneytið hafa þvingað lögreglustjóra Varaborgarfulltrúi VG harmar að lögreglustjóri höfuðborgsvæðisins hafi verið þvingaður til að aðlagast úreltu kerfi. VG lýsa yfir vonbrigðum með umsögn lögreglustjórans varðandi Goldfinger. 1.8.2008 13:14
Nornaveiðar fjölmiðla komi í veg fyrir sanngjörn réttarhöld Radovan Kardzic, fyrrum leiðtogi Bosníu-Serba telur að „nornaveiðar" fjölmiðla komi í veg fyrir að hann fái sanngjörn réttarhöld. Ákærur voru lesnar yfir honum í stríðsglæpadómstólnum í Haag í gær. 1.8.2008 12:59
Harðlínumenn í Ísrael vilja kosningar Harðlínumenn í ísraelsku stjórnarandstöðunni krefjast þess nú að efnt verði til kosninga þegar í stað. Það gæti orðið til þess að helsti haukurinn í Likud-bandalaginu, Benjamin Netanyahu, komist aftur til valda. 1.8.2008 12:20
Geir: Ákvörðun Þórunnar hefur ekki áhrif á stjórnarsamstarfið Forsætisráðherra segir ákvörðun umhverfisráðherra um að meta skuli umhverfisáhrif álvers á Bakka og tengdra virkjana í sameiningu, hafa komið á óvart. Það hafi þó engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. 1.8.2008 12:13
Atlantsolía lækkar um tvær krónur Atlantsolía lækkaði í dag verð á bensíni og dísel hjá sér um tvær krónur. Er verð nú á bensínlítranum 168,2 kr. og á dísellítranum 186,10 kr.. Kemur lækkunin til vegna heimsmarkaðsverðs á eldsneyti samkvæmt upplýsingum frá Huga Hreiðarsyni hjá Atlantsolíu. 1.8.2008 12:06
Mótmælendur teppa umferð við álverið í Straumsvík Félagar í umhverfisverndarsamtökunum Saving Iceland hafa stöðvað umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Straumsvík með því að hlekkja sig við hlið sem hleypa umferð til og frá álverslóðinni. 1.8.2008 12:01
Óskar þess að SUS hætti að vernda þessa tegund af „lítilmagna“ Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir að lykillinn að því að koma í veg fyrir ofurlaun bankamanna og annarra sé upplýsingaflæði. Þess vegna furðar hann sig á því að það sé eitt helsta hugsjónaverkefni SUS, Sambands ungra sjálfstæðismanna, að banna aðgang að skattskrám. 1.8.2008 11:52
Maður grunaður um að dreifa militisbrandi tók eigið líf Talið er að vísindamaður sem grunaður var um að hafa átt aðild að því að miltisbrandi var dreift í pósti í Bandaríkjunum í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 hafi svipt sig lífi. 1.8.2008 11:31
Forseti ASÍ: Á ekki líknarorð yfir kjörin Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að kjör tekjuhæstu bankamanna séu komin úr öllum takt við íslenskt samfélag en ellefu tekjuhæstu bankamennirnir voru samtals með hátt í fjóra milljarða í tekjur á síðasta ári. 1.8.2008 11:10
Farið yfir marga áratugi á Akureyri Fjölskylduhátíðin á Akureyri verður með nýstárlegu móti þetta árið þar sem uppákomur og skemmtanir bera brag af hinum ýmsu áratugum síðustu aldar. 1.8.2008 11:08
Dorrit í dýrindis skautbúningi Dorrit Moussaieff forsetafrú mun klæðast forláta skautbúningi við embættistöku forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar í dag. Í tilkynningu frá forsetaskrifstofu kemur fram að búningurinn hafi verið saumaður árið 1938 af Jakobínu Thorarensen, annálaðri hannyrðakonu. Hann var saumaður á Jósefínu Helgadóttur eiginkonu Skúla Guðmundssonar fyrrum alþingmanns, ráðherra og kaupfélagsstjóra í Húnavatnssýslu. 1.8.2008 11:03
Sextán stúlkur fórust í sprengingu í Tyrklandi Sextán skólastúlkur eru látnar eftir að heimavist hrundi í Tyrklandi í nótt í kjölfar gasspreningar. Talið er að rúmlega 40 stúlkur hafi verið í byggingunni þegar hún hrundi og voru þær flestar sofandi. 1.8.2008 10:55
Innanlandsflug gengur vel Hjá Flugfélagi Íslands fengust þær upplýsingar að flug hafi gengið vel í morgun. Fjölmenni er samankomið í flugstöðvarbyggingu Reykjavíkurflugvallar og margir að bíða eftir flugi til Vestmannaeyja. 1.8.2008 10:07
Togari í eigu Samherja með 350 milljón kr. í lestinni Þýski togarinn Pólonus, sem er í eigu Deutsche Fisfang Union, dótturfélags Samherja á Akureyri, er nú á leið til Þýskalands af Svarbarðamiðum með 350 milljóna króna farm af frystum þorskflökum. 1.8.2008 09:58
Allt fullt í Húsafelli ,,Svæðinu er lokað," segir Sigríður Snorradóttir, staðarhaldari í Húsafelli, en þar er tjaldstæðið orðið yfirfullt og veður afar gott. Sigríður biður fólk um að leggja ekki land undir fót í Húsafell því vísa þarf fólki frá sem leitar eftir því að tjalda á svæðinu. 1.8.2008 09:45
Segir Samfylkinguna vinna gegn hagsmunum landsmanna Varaformaður Framsóknarflokksins segir Samfylkinguna vinna gegn hagsmunum með ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka. 1.8.2008 09:22
Ákvörðun umhverfisráðherra enn gagnrýnd Jón Gunnarsson þingmaður Sjáflstæðisflokksins sagði í viðtali við Ísland í bítið í morgun að ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um að meta skuli umhverfisáhrif álvers við Húsavík og tengdra virkjana, í sameiningu, stangist á við grundvallaratriði í stefnu Sjáflstæðisflokksins. 1.8.2008 07:57
Friðargæsluliðar verða áfram í Darfur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að framlengja dvöl friðargæsluliða sinna í Darfur héraðinu í Súdan um eitt ár. 1.8.2008 07:40
Auglýsing með Paris Hilton kemur í bakið á McCain Auglýsing John McCain þar sem hann líkir Obama við þær Paris Hilton og Britney Spears gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir McCain. 1.8.2008 07:28
Ellefu skólastúlkur létust í sprengingu í Tyrklandi Ellefu skólastúlkur eru látnar eftir að gassprenging olli því að svefnskáli þeirra hrundi saman í Tyrklandi snemma í morgun. 1.8.2008 07:25
Ekið á sex ára dreng á Akureyri Ekið var á sex ára dreng á tjaldstæðinu að Hömrum á Akureyri um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og var hann þegar fluttur á sjúkrahúsið. 1.8.2008 07:24
Töluverð ölvun og erill hjá lögreglunni í Eyjum Töluverð ölvun var í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og alla nótt og erill hjá lögreglu, án þess að nokkuð stórvægilegt kæmi upp. 1.8.2008 07:23
Þyrla sótti höfuðkúpubrotinn sjómann Sjómaður um borð í togaranum Vilhelm Þorsteinssyni EA höfuðkúpubrotnaði þegar skipið var að veiðum suðaustur af landinu síðdegis í gær. 1.8.2008 07:17