Erlent

Kínverskar klappstýrur æfa fyrir Ólympíuleikana

Kínversk stjórnvöld hafa ráðið 600 ungar stúlkur sem klappstýrur á Ólympíuleikunum. Klappstýrur hafa hingaðtil ekki sést á íþróttaviðburðum í Kína.

Og hvert leitar maður þegar þarf að þjálfa upp klappstýrur? Til Ameríku auðvitað. Hópur af amerískum klappstýrum er nú í Kína til þess að kenna þarlendum systrum sínum listina.

Þótt þær kínversku hafi enga reynslu sem klappstýrur eru þær allar vanir dansarar. Og auk þess að læra amerísku fetturnar og bretturnar æfa þær sinn eigin dans með karate kylfur eins og þær sem Bruce Lee gerði frægar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×