Fleiri fréttir

Á sjötta tug umsækjenda um forstjóra Keflavíkurflugvallar

Fimmtíu og fjórir sóttu um starf forstjóra Keflavíkurflugvallar ohf. Jón Gunnarsson, formaður stjórnar félagsins, segir að ekki verði gefið upp hverjir sóttu um enda sé slíkt ekki skylt eins og ef um ríkisstofnun væri að ræða.

Sara Dögg komin á Stuðla

„Ég er guðslifandi fegin að hún er komin í öruggar hendur," segir Helen Halldórsdóttir. Hún auglýsti á mánudag í fjölmiðlum eftir Söru Dögg, fimmtán ára dóttur sinni sem þá hafði verið saknað frá því á föstudag.

Gestir safnast í og við Ráðhúsið - Jakob þandi nikkuna

Fólk er þegar farið að safnast saman á áhorfendapöllunum í Ráðhúsi Reykjavíkur en eftir þrjá stundarfjórðunga hefst borgarstjórnarfundur þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur við sem nýr borgarstjóri Reykvíkinga. Óskar Bergsson kom fyrir stundu í Ráðhúsið og hitti þar fyrir stuðningsmenn sína.

Slökktu eld í bílhræi

Slökkviliðið hefur slökkt eld sem logaði í bíl við Sæbraut nærri Sundagörðum fyrr í morgun.

Uppgötvaði útdauða flugu á ebay

Skordýrafræðingurinn Richard Harrington datt í lukkupottinn á dögunum þegar hann keypti steingerfða flugu hjúpaða rafi á uppboðsvefnum ebay. Harrington keypti steingerfinginn á tuttugu dollara, eða sextán hundruð krónur íslenskar, af manni í Litháen.

Unnið að rannsókn í Hellisheiðarvirkjun

Ekkert liggur enn fyrir um orsakir banaslyssins í Hellisheiðarvirkjun í gærkvöldi, þar sem tveir rúmenskir starfsmenn undirverktaka létust þegar þeir voru við vinnu inni í stóru vatnsröri. Starfsmenn Vinnueftirlitsins og lögreglumenn unnu að rannsókn fram á nótt, en lík Rúmenanna voru flutt til Reykjavíkur þar sem þau verða væntanlega krufin.

Rússar semja sjálfir ályktun fyrir Öryggisráðið

Rússar hafa lagt drög að ályktun fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sem tekur á ófriðnum á milli þeirra og Georgíumanna sem staðið hefur undanfarna daga. Í gær höfnuðu Rússar ályktun sem Frakkar lögðu fram í ráðinu en í henni var krafist að Rússar hyrfu tafarlaust frá Georgíu.

Líklega tilkynnt um varaforseta Obama fyrir helgi

Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum leiða að því líkum að Barack Obama forsetaframbjóðandi muni tilkynna um varaforsetaefni sitt fyrir helgi. Talið er að Obama vilji vera búinn að ljúka því máli áður en demókratar hittast á landsfundi sínum í Colorado á Mánudag.

Enn falla hermenn NATO í Afganistan

Þrír NATO hermenn létust í bardögum í Afganistan í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að tíu franskir hermenn voru felldir í landinu. Hermennirnir féllu í Ghazni héraði sem pólski herinn fer með forræði yfir, en ekki hefur verið staðfest hverrar þjóðar þeir voru.

Jarðskjálfti á Suðurlandi

Jarðskjálfti upp á tvo komma fimm varð á Suðurlandi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Upptök hans voru um þrjá kílómetra norðaustur af Hveragerði og fanst hann vel í bænum og víðar í Ölfusi. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu og eru þetta eftirskjálftar eftir Suðurlandsskjálftann í vor, að sögn jarðvísindamanna Veðurstofunnar.

Rice heimsækir Bagdad

Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsótti Írak öllum að óvörum í morgun. Íraskir fjölmiðlar greina frá því að Rice hafi lent á flugvellinum í Bagdad í morgun en heimsókn hennar hafði ekki verið boðuð.

Innbrotsþjófar gómaðir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt þrjá unga karlmenn, grunaða um innbort í tvo skóla í borginni í nótt. Þeir voru handteknir í tengslum við innbrot í annan skólann og bíða nú yfirheyrslu. Þá voru þrír aðrir ölvaðir menn handteknir, grunaðir um sitthvað misjafnt og ein kona var handtekin vegna aðildar að innbroti. Alls gistu tíu manns fangaklefa lögreglunnar í nótt, sem er óvenju mikið í miðri viku.

Ráðist á leigubílstjóra í nótt

Leigubílstjóri var barinn og rændur í efri byggðum Reykjavíkur í nótt, en hann meiddist ekki alvarlega. Þegar hann hafði ekið konu á áfangastað hennar, sagðist hún ekki eiga fyrir farinu og bað bílstjórann að koma út með sér að sækja peninga.

Orsaka flugslyssins leitað

Sérfræðingar í flugslysum rannsaka nú flak flugvélarinnar sem fórst á flugvellinum í Madrid í gær með þeim afleiðingum að 153 létu lífið. Rannsóknarmennirnir munu leita að vísbendingum um orsök slyssins í flakinu auk þess sem flugritar verða skoðaðir en þeir fundust í nótt.

Geir veldur Valgerði vonbrigðum

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, gerir viðtal Markaðarins í dag við Geir H. Haarde forsætisráðherra að umfjöllunarefni í nýjum pistli á heimasíðu sinni.

Banaslys í Hellisheiðarvirkjun - Tveir látnir

Lögregla og sjúkralið frá Selfossi og Reykjavík voru kölluð að Hellisheiðarvirkjun upp úr kl. 19:00 í kvöld vegna alvarlegs vinnuslyss. Lögreglumenn eru ennþá við vinnu á vettvangi en tveir erlendir starfsmenn verktakafyrirtækis létust í slysinu.

Staðfest að 153 létust í Madríd

Yfirvöld á Spáni hafa staðfest að 153 létu lífið og 19 slösuðust þegar flugvél spænska flugfélagsins Spanair fórst á Madrídarflugvelli í morgun.

Vongóður þrátt fyrir að 200 starfsmenn vanti

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður ÍTR, er vongóður um að það takist að ráða starfsmenn á frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Enn vantar 200 starfsmenn á frístundarheimilin sem taka til starfa í næstu viku þegar skólar hefjast.

Guðjón Arnar verður að svara fyrir Ólaf

Formaður Frjálslynda flokksins verður að gera afdráttarlaust grein fyrir því hvort að Ólafur F. Magnússon muni leiða flokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum líkt og Ólafur heldur fram, að sögn Jóns Magnússonar þingmanns flokksins.

Umsóknum um lán fjölgar hjá LÍN

Umsóknum um námslán hjá LÍN hefur fjölgað verulega miðað við sama tíma í fyrra. Fjórðungi fleiri umsóknir hafa borist vegna náms í Háskóla íslands.

Búið að skoða þriðjung húsa vegna jarðskjálfta

Viðlagatrygging hefur lokið við að skoða um þriðjung af tvö þúsund og tvö hundruð húseignum sem tilkynnt var um tjón á vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi í lok maí og hefur greitt út 1,4 milljarða í bætur. Um þrjátíu húseignir hafa verið dæmdar ónýtar, þar af fjórtán á Selfossi.

,,Ótrúlegt að það skuli vera fólk á lífi"

Rögnvaldur Hólmar Jónsson, flugvirki sem starfar sem verktaki fyrir Icelandair, var á flugvellinum í Madríd þegar flugvél Spainair brotlenti þar í dag. Hann segir að það sé ótrúlegt að einhver skuli vera álífi eftir slysið.

Á brattann að sækja fyrir Ísland

Norðmenn ætla að leggja allan sinn þunga að baki framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nú á lokasprettinum. Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs segir á brattann að sækja, en er vongóður.

Alvarlegt slys í Hellisheiðarvirkjun

Alvarlegt slys varð í Hellisheiðarvirkjun fyrir stundu. Allt tiltækt lið lögreglu- og sjúkramanna á Selfossi var sent á staðinn ásamt liðsauka úr Reykjavík. Ekki er vitað hversu margir eru slasaðir en nokkrir munu vera alvarlega slasaðir og þar af einn lífshættulega. Jarðskjálfti að stærðinni 2,5 varð klukkan rúmlega hálf sjö í kvöld á svæðinu. Ekki er vitað hvort að sjálftin tengist sslysinu. Nánari upplýsingar fengust ekki að svo stöddu.

Jarðskjálfti norðaustan við Hvergerði

Í kvöld klukkan 18:38 varð jarðskjálfti að stærð 2,5 með upptök um 3 kílómetra norðaustan við Hveragerði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Ekki vitað af Íslendingum um borð í spænsku vélinni

Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið um borð í flugvél Spainair sem brotlenti á Madrídarflugvelli í dag. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingarfulltrúi utanríkisráðuneytisins.

Kona datt í Breiðholti

Kona á fimmtugsaldri datt illa í Breiðholti eftir hádegi í gær og var óttast að hún hefði fótbrotnað en henni var snarlega komið undir læknishendur. Um kvöldmatarleytið skarst kona á fertugsaldri illa á hendi. Hún var að stússa í eldhúsi í íbúð í miðborginni þegar óhappið varð og þurfti konan sömuleiðis að leita til læknis.

Reykjavíkurborg tekur tímabundið yfir lán Valsmanna

Reykjavíkurborg, Valsmenn hf. og Knattspyrnufélagið Valur skrifuðu í dag undir samkomulag vegna uppbyggingar á íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda og breytinga á deiliskipulagi svæðisins. Kemur þar Reykjavíkurborg til móts við Valsmenn hf. og Knattspyrnufélagið Val vegna fjárhags-, rekstrar- og skipulagsvanda sem komið hefur upp vegna endurskoðunar á skipulagi fyrirhugaðrar framtíðaruppbyggingar á svæðinu, meðal annars uppbyggingu HR og Samgöngumiðstöðvar.

Ellefu ára piltar teknir með loftbyssur

Lögreglan haldlagði tvær loftbyssur í Reykjavík í gær. Loftbyssurnar voru í fórum tveggja 11 ára stráka sem viðurkenndu að hafa beint þeim að öðrum krökkum.

Samtök um nýtingu orkuauðlinda í bígerð

Vísir hefur heimildir fyrir því að unnið sé að stofnun samtaka sem ætli sér að að skora á kjörna fulltrúa þjóðarinnar til að nýta orkuauðlindir landsins, svo nýta megi orkuna á sem bestan hátt fyrir land og þjóð.

Þarf að hreinsa veggjakrot í hálft ár

Veggjakrotari, sem gripinn var við iðju sína við fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu í gær, mun mála yfir allt veggjakrot sem kemur á umrædda fasteign næsta hálfa árið samkvæmt samkomulagi.

Flóð neyða þúsundir manna að flýja heimili sín

Flóð í Indlandi og Nepal hafa neytt um 50 þúsund manns að flýja heimili sín nú þegar mesta monsún-rigningin stendur yfir. Hafa flóðin sökkt yfir 100 þorpum í Assam héraðinu, eyðilagt heimili og uppskerulönd og neytt þúsundir að flýja á hærri grundu.

Jón Ásgeir og Hannes fóru ekki með í Miðfjarðará

Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs og FL Group, og Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group og þáveradndi stjórnarfromaður Gesysi Green Eneergy, voru ekki í veiðiferðinni í Miðfjarðará sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Þetta staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson í samtali við Vísi í dag.

Sjá næstu 50 fréttir