Erlent

Rice heimsækir Bagdad

Condoleeza Rice.
Condoleeza Rice. MYND/AP

Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsótti Írak öllum að óvörum í morgun. Íraskir fjölmiðlar greina frá því að Rice hafi lent á flugvellinum í Bagdad í morgun en heimsókn hennar hafði ekki verið boðuð.

Líklegt þykir að Rice muni kynna sér gang mála í viðræðum um brottflutning bandarískra hermanna frá landinu og að hún muni hitta að máli forsætisráðherra landsins, Nurik Maliki. Fréttastöðin CNN greinir frá því að samningamenn bandaríkjanna og Íraks hafi komist að samkomulagi um fyrstu dög að ályktun um framtíð bandaríkjahers í landinu.

Enn virðast menn þó deila um innihald ályktunarinnar því aðstoðar utanríkisráðherra Íraks segir að brottflutningur hermanna frá íröskum borgum og bæjum muni hefjast 30. júní á næsta ári. Bandaríkjamenn segja hinsvegar að ekki standi til að setja ákveðnar dagsetningar í ályktunina, einungis sé um að ræða áætlun um brottflutning sem muni taka mið af aðstæðum í landinu á hverjum tíma.

Þó viðurkenna bandarísku viðsemjendurnir að dagsetning 30. júní sé ákveðið markmið sem beri að stefna að.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×