Innlent

Gestir safnast í og við Ráðhúsið - Jakob þandi nikkuna

Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, ávarpar mótmælendur við Ráðhúsið í morgun.
Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, ávarpar mótmælendur við Ráðhúsið í morgun. MYND/Andri

Fólk er þegar farið að safnast saman á áhorfendapöllunum í Ráðhúsi Reykjavíkur en eftir þrjá stundarfjórðunga hefst borgarstjórnarfundur þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur við sem nýr borgarstjóri Reykvíkinga. Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, kom fyrir stundu í Ráðhúsið og hitti þar fyrir stuðningsmenn sína.









Ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna stóðu fyir mótmælum fyrir utan ráðhúsið í morgun.MYND/Andri

Þá standa ungliðahreyfingar minnihlutaflokkanna Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna fyrir mótmælum fyrir utan Ráðhúsið þar sem meðal annars var boðið upp á stólahrókeringar og strætóskýli var breytt í kjörklefa.

Starfsmenn Ráðhússins eru nú í morgunverðarboði sem haldið er til heiðurs Ólafi F. Magnússyni, fráfarandi borgarstjóra. Honum var þakkað fyrir samstarfið á liðnum mánuðum með stærðarinnar blómvendi auk þess sem Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og Stuðmaður, lék á harmonikku af sinni alkunnu snilld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×