Innlent

Slökktu eld í bílhræi

MYND/Stöð 2

Slökkviliðið hefur slökkt eld sem logaði í bíl við Sæbraut nærri Sundagörðum fyrr í morgun. Tilkynnt var um eldinn á níunda tímanum og þegar slökkvilið kom á vettvang var nokkur eldur í bílnum. Ekki er tjónið þó talið mikið því um bílhræ var að ræða. Að sögn slökkviliðs leikur grunur á íkveikju en rannsókn lögreglu á eftir að staðfesta það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×