Innlent

Kaupmáttur rýrnar áfram - nú um vel á fimmta prósent

Kaupmáttur í landinu hefur rýrnað um fjögur og hálft prósent síðastliðna tólf mánuði ef tekið er mið af þróun launavísitölu og verðbólgu.

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar hækkaði launavísitalan um 0,7 prósent milli júní og júlí en í hækkuninni gætir áhrifa kjarasamnings 20 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) og ríkisins. Þá gætir einnig í hækkun vísitölunnar áhrifa kjarasamnings Félags framhaldsskólakennara og ríkisins.

Þegar horft er til síðastliðinna tólf mánaða hefur launavísitalan hækkað um 9,1 prósent en verðbólga í júlí mældist hins vegar 13,6 prósent á ársgrundvelli. Kaupmáttarrýrnunin remur því vel á fimmta prósent en kaupmáttur hefur verið að rýrna frá því í mars á þessu ári ef mið er tekið af tölum Hagstofunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×